„Sólarhringur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Almabot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: xal:Хонг
miðað við fastastjörnur
Lína 1:
'''Sólarhringur''' er [[tími|tímaeining]], sem miðast við möndulsnúningstíma [[jörðin|jarðar]] um [[Sólin|sól]]u og er (oftast) miðað við 24 [[klukkustund]]ir. Sólarhringur er ekki [[SI]]-mælieining.
 
Sólarhingur var upphaflega ákvarðaður út frá gangi [[sólin|sól]]ar, þ.e. ''sönnum sóltíma'' og samkvæmt [[jarðmiðjukenningin|jarðmiðjukenningunni]] var einn sólarhringur sá tími sem það tók sólina að fara einn hring á himninum, frá austri til austurs á ný. Réttara þykir þó að tala um þann tíma sem það tekur jörðina að snúast einn hring um möndul sinn miðað við [[fastastjarna|fastastjörnur]] (sbr. [[sólmiðjukenningin|sólmiðjukenningu]]). Sólarhringur sem þannig er mældur er ekki nákvæmlega 24 klukkustundir og munar í raun fjórum [[mínúta|mínútum]] til að hann fylli 24 tímannatíma. Í raun tekur einn möndulsnúningur jarðar 23 [[klukkustund|klukkustundir]], 56 [[mínúta|mínútur]] og 4,091 [[sekúnda|sekúndur]]. En á þeim tíma hefur jörðin færst á braut sinni um sólu, og því hefur afstaða jarðar og sólar breyst. Það þýðir að jörðin þarf að snúast örlítið lengra til að sólin virðist á sama stað á himninum, en það tekur 3 mínútur og 55,909 sekúndur. Þess vegna er sólarhringurinn nákvæmlega 24 klukkustundir (sem eru 1440 mínútur, eða 86400 sekúndur), þótt einn snúningur jarðar sé í raun aðeins styttri. Nú er venja að líta svo tilá að sólarhringinn byrji klukkan 0:00:00 og endi einni sekúndu eftir klukkan 23:59:59, en þá er klukkan annað hvort 24:00:00 eða 0:00:00 og er sá tími kallaður [[miðnætti]]. [[Klukka|Klukkur]] dagsins í dag miðast við s.k. [[meðalsóltími|meðalsóltíma]], en ekki sannan sóltíma.
 
'''Dagur''' er sá hluti sólarhrings, sem varir frá [[sólarupprás]] til [[sólarlag]]s, en '''nótt''' er frá sólarlagi til sólarupprásar.