„Þorskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 217.171.212.144 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Eyri
Lína 17:
 
Þorskur er algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur og er algengastur á 100-400 metra dýpi.
 
== Lýsing ==
[[Mynd : Cod-icelandic.svg|thumb|200px|left|'''Þorskur''' (Gadus morhua)<br>Þorskur hefur þrjá bakugga og tvo raufarugga‎]] Þorskur er [[straumlínulag]]a fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum. Ungir þorskar eru rauðleitir eða brúnir, þeir lifa gjarnan í [[þaraskógur|þaraskógum]] og þessir litir falla vel inn í umhverfið þar. Eldri þorskar eru oft gulgráir með dökkum blettum að ofan og á hliðum og ljósari að neðan. [[bakuggi|Bakuggar]] þorsks eru þrír og [[raufaruggi|raufaruggar]] tveir, [[eyruggi|eyruggar]] eru stórir og [[hliðarrák|rákin]] er mjög greinileg.<ref>Náttúrufræðistofa Kópavogs (2002). ''ÞORSKUR (Gadus morhua)''. Sótt 31. júlí 2009 frá [http://www.natkop.is/page3.asp?ID=43 Vef Náttúrufræðistofnun Kópavogs].</ref>
 
 
 
 
==Heimkynni==
Þorskurinn lifir í [[Norður-Atlantshaf]]i. Í eystri hluta hafsins er hann frá [[Svalbarði | Svalbarða]] í [[Barentshaf]]i og suður í [[Biskajaflói|Biskajaflóa]], en í vestri við [[Grænland]] og frá [[Hudsonflói|Hudsonflóa]] og [[Baffinsland]]i suður til [[Hatterashöfði|Hatterashöfða]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].<ref name=hafro>Hafrannsóknarstofnunin (e.d.). ''Helstu nytjastofnar: Þorskur''. Sótt 27. apríl frá [http://www.hafro.is/undir.php?REFID=9&ID=39&REF=2 Vef Hafrannsóknarstofnuninnar].</ref> Ókynþroska smáfiskur er mest fyrir norðvestan, norðan og austan hérlendis, en stærri fiskur er frekar fyrir sunnan og suðvestan land.<ref name=karl>Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur Karvel Pálsson (1998). ''Sjávarnytjar''. Reykjavík: Mál og menning.</ref>
 
==Lífshættir==
Þorskurinn er [[botnfiskur]] sem lifir frá nokkurra metra dýpi niður á 600 m eða dýpra. Algengastur er hann á 100-400 m dýpi, á sand- og leirbotni sem og hraun- og kóralbotni. Við suðurströndina verður þorskurinn fyrst [[kynþroski|kynþroska]] 3-5 ára en við norðurströndina 4-6 ára.<ref name=hafro/> [[Hrygning]]in hefst venjulega síðari hluta [[mars]] hérlendis og er lokið í byrjun [[maí]], aðallega á grunnum undan [[Suðurland]]i frá [[Reykjanes]]i austur í [[Meðallandsbug]]. Hún fer fram á um 50-100 m dýpi [[miðsævi]]s og getur fjöldi [[Hrogn|egg]]ja verið frá hálfri [[milljón]] upp í 10-15 milljónir. [[Hrygna]] getur verið að hrygna í 6-8 vikur, í minni skömmtum með 2-3 daga millibili. [[Klak]] tekur 2-3 vikur og eru [[Lirfa|lirfur]] um 5 mm við klak. Þegar [[seiði]]n eru um 5-8 cm löng leita þær botns. [[Vöxtur]]inn er mjög breytilegur eftir [[hafsvæði|hafsvæðum]]. Undan [[Norðurland|Norður-]] og [[Austurland]]i er algeng lengd í [[afli|afla]] 55-70 cm og 1,5-3 kg á [[þyngd]] en á [[vetrarvertíð]] við Suðvesturland 70-90 cm og 3-7 kg á þyngd, en stærð hans eftir aldri fer mikið eftir ástandi [[loðna|loðnustofnsins]] við landið. Virðist hann þurfa að ná a.m.k. 50 cm lengd áður en hann verður kynþroska. Getur þorskurinn orðið hátt í tveir metrar á lengd og var sá elsti sem veiðst hefur við Íslandsstrendur 17 ára gamall.<ref name=karl/>
 
==Fæða og óvinir==
[[Fæða]] hans er mjög margvísleg og fer eftir ýmsu. Smáfiskur étur mest [[hryggleysingi|hryggleysingja]] eins og [[ljósáta|ljósátu]], [[marfló|marflær]] og [[rækja|rækju]]. Eftir það er loðnan langmikilvægust og einnig étur hann [[síli]], en stærsti þorskurinn étur stærri fisktegundir eins og [[karfi|karfa]], smáþorsk, [[kolmunni|kolmunna]] o.fl. Fyrir utan manninn er fullorðinn þorskur eftirsótt fæða af [[selur|sel]], [[Hvalur|hvölum]] og [[hákarl]]i. Lirfur og seiðin verða gjarnan fyrir ásókn smáfiska og [[sjófuglar|sjófugla]]. Innvortis hrjá hann m.a. [[hringormur|hringormar]], en útvortis eru smákrabbategundir sem geta valdið honum skaða.<ref name=karl/>
 
==Nytsemi==
Þorskur er langmikilvægasta [[nytjafiskar|nytjategund]] Íslendinga. [[Verðmæti]] aflans eru um 35-40% þó hann sé aðeins um 10-15% af heildarafla. Hann veiðist helst í [[botntroll]], á [[Lína (veiðarfæri)|línu]] og í [[fiskinet|net]] en einnig á [[handfæri]] og í [[dragnót]], um allt land en mest um vetrartímann. Á síðustu 30 árum hefur aflinn verið frá 160-470 þús. tonn á ári og var heildarafli Íslendinga [[2007]] 187 þús. tonn. [[Aflamark]] fyrir [[2008]]/[[2009]] er sett eftir 20% aflareglu og er því 130 þús. tonn.<ref>Þorsteinn Sigurðsson, & Guðmundur Þórðarson (2008). ''Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2007/2008 - aflahorfur fiskveiðiárið 2008/2009'', fjölrit nr. 138. Reykjavík: Hafrannsóknarstofnunin.</ref> Stærstur hluti þorsksins er saltaður, en svipað mikið er ísað um borð og unnið í landi. Einnig er hann ísfrystur eða fluttur ferskur með flugi. Helstu útflutningsmarkarðir eru [[Bretland]] og [[Spánn]], þar næst [[Portúgal]] og [[Holland]].<ref>Upplýsingaveita Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytisins (2008). ''Cod - Processing and Markets''. Sótt 30. apríl 2009 frá [http://www.fisheries.is/main-species/cod/processing-and-markets Icelandic Fisheries].</ref>
 
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
 
== Tengt efni ==
* [[Þorskastríðið]]
 
[[Flokkur:Þorskaætt| ]]
[[Flokkur:Fiskar]]
 
[[be:&#1058;&#1088;&#1072;&#1089;&#1082;&#1072;]]
BREKKUSKÓLI ROKKAR <3
[[da:torsk]]
[[de:Kabeljau]]
[[en:Cod]]
[[es:Bacalao]]
[[fo:toskur]]
[[fr:Morue]]
[[he:&#1489;&#1511;&#1500;&#1492;]]
[[ja:タラ]]
[[nl:Kabeljauw]]
[[pl:Dorsz]]
[[pt:Bacalhau]]
[[simple:Cod]]
[[sv:Torsk]]