„Mývatnssveit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Úr Mývatnssveit. '''Mývatnssveit''' er sveitin umhverfis Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu og setur vatnið mjög s...
 
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Landslag og náttúra ==
Landslag sveitarinnar er einnig mjög mótað af eldstöðvum og [[eldfjall|eldfjöll]]um sem hafa spúð ösku og hrauni yfir sveitina og má þar nefna [[Krafla|Kröflu]] og [[Hverfell]] eða Hverfjall, sem er einn stærsti sprengigígur heims, um 1 km í þvermál og myndaðist í öflugu þeytigosi fyrir um 2500 árum. Auðvelt er að ganga upp á brún gígsins.
[[Mynd:HverfellInnerCrater.jpg|thumb|left|Séð ofan í gíg Hverfells.]]
Í Mývatnssveit eru einnig [[gervigígur|gervigígar]], sem verða til þegar hraun rennur yfir vatn eða votlendi. Verður þá gufusprenging undir hrauninu og gervigigarnir myndast. Þekktastir eru [[Skútustaðagígar]], sem eru friðlýstir sem [[náttúruvætti]] frá 1973.
 
Mikilfenglegastar þykja hraunmyndanirnar þó í [[Dimmuborgir|Dimmuborgum]], austan vatnsins. Þar eru alls konar furðulegar hraunmyndanir, hellar og gatklettar. Dimmuborgir mynduðust í gosi í [[Þrengslaborgir|Þrengslaborgum]] fyrir um 2000 árum. Síðustu gos í sveitinni voru [[Mývatnseldar]] árin 1724-1729 og [[Kröflueldar]] 1975-1784.
Lína 12:
 
== Byggð ==
LíklegaÁður hefurvar talið að Mývatnssveit hefði byggst í lok [[landnámsöld|landnámsaldar]] eða eftir að henni lauk, þegar landláglendið var fullbyggt, á láglendi. Íog [[Landnámabók]] eru taldir upp þrír menn sem fyrstir bjuggu í sveitinni en enginn þeirra er kallaður [[landnámsmaður]]. Þetta voru þeir [[Þorsteinn Sigmundarson]], sem líklega bjó í [[Reykjahlíð]], [[Þorkell hái]], sem bjó á [[Grænavatn]]i, og [[Geiri (landnámsmaður)|Geiri]], sem bjó á Geirastöðum sunnan Mývatns. Hins vegar hafa fornleifarannsóknir gefið til kynna að sveitin hafi byggst strax um 870. Mikill fornleifauppgröftur og rannsóknir hafa farið fram á Hofstöðum í Mývatnssveit á undanförnum árum.<ref>[http://www.ramy.is/voktun-lifrikis/landnam-og-%C3%BEjo%C3%B0veldi/ Menningarminjar. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn.] Skoðað 13. nóvember 2010.</ref>
[[Mynd:Myvatn Nature Baths by Bruce McAdam.jpg|thumb|right|Jarðböðin við Mývatn.]]
[[Sauðfjárbúskapur]] og [[silungur|silungsveiði]] voru löngum aðalatvinnuvegir Mývetninga. Á síðustu öld var starfrækt þar [[kísilþörungar|kísilþörungavinnsla]] í nærri fjörutíu ár og höfðu margir atvinnu í kísiliðjunni en rekstri hennar var hætt árið 2004. Nú er [[ferðaþjónusta]] mikilvægur atvinnuvegur í sveitinni. Þéttbýlt er við Mývatn og í Reykjahlíð er þorp, auk þess sem dálítill byggðarkjarni er á [[Skútustaðir|Skútustöðum]].
 
== Jarðböð ==
Jarðböð eða [[gufubað|gufuböð]] hafa lengi verið stunduð við Mývatn og eru ýmsar fornminjar og sagnir til merkis um það, svo og örnefnið Jarðbaðshólar. [[Grjótagjá]] var vinsæll baðstaður í helli hálffullum af heitu vatni en í Kröflueldum um [[1977]] hækkaði hitastig vatnsins í gjánni svo mjög að ógerlegt var að baða sig þar. Það hefur þó lækkað eitthvað að nýju á síðustu árum. [[Stóragjá]] tók að einhverju leyti við sem baðstaður en var þó mun óhentugri en Grjótagjá hafði verið. Árið 2004 voru [[Jarðböðin við Mývatn]] opnuð en þar er baðlón með hveravatni og náttúruleg gufuböð.<ref>[http://www.jardbodin.is/Um_bodin/Sagan/ Jarðböðin við Mývatn. Sagan.] Skoðað 13. nóvember 2010.</ref>
 
== Tilvísanir ==
<references/>
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.visitmyvatn.is/ferdathjonusta/page/um-myvatnssveit|titill=''Um Mývatnssveit''. Á vefnum www.visitmyvatn.is, skoðað 13. nóvember 2010.}}
* {{vefheimild|url=http://www.myv.is/um-skutustadahrepp/|titill=''Um Skútustaðahrepp''. Á vef Skútustaðahrepps, skoðað 13. nóvember 2010.}}
 
== Tenglar ==
* {{vefheimild|url=http://www.ramy.is/|titill=Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn.}}
* {{vefheimild|url=http://www.jardbodin.is/|titill=Jarðböðin við Mývatn.}}
 
[[Flokkur:Mývatnssveit]]