„Hljómsveitin XIII“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+Snið:tónlistarfólk
+skipting í plötur hljómsveitarinnar -grisjun undir Salt
Lína 14:
 
Eitt lag af ''Fruits'', lagið „Thirteen“ fór á safnplötuna ''Íslensk tónlist 1993'' og hlaut talsverða útvarpsspilun. Árni Matthíasson sagði í plötudómi sínum að þetta væri besta lag plötunnar.
=== Salt ===
 
{{Aðalgrein|Salt}}
XIII hóf upptökur á sinni fyrstu breiðskífu ''[[Salt (hljómplata)|Salt]]'' um veturinn 1993 en Guðmundur hafði þá sagt skilið við þá félaga. Salt var tekin upp og hljóðblönduð í vöruskemmu í Hafnarfirði af Ingvari Jónssyni. XIII náði samningi um útgáfu Salt við Spor sem var útgafa undir stjórn Steinars Berg Ísleifssonar. Jón Ingi Þorvaldsson var ráðinn bassaleikari sveitarinnar og Salt kom út 13. maí árið 1994. Salt þótti þung og menn fóru mikinn í gagnrýni í fjölmiðlum. Salt seldist hins vegar ágætlega og er fyrir löngu orðin ófáanleg.
 
Steinar var á þessum tíma í miklum útrásarhug með íslenska tónlist og var snöggur að lenda útgáfu á Salt í Evrópu undir merkjum No Bull Records sem var nýstofnaður rokkhluti hins mikla Koch útgáfuveldis sem aðallega hefur gefið út klassíska tónlist. Hafði Steinar á orði að aldrei hefði verið jafn fyrirhafnarlítið að lenda erlendum plötusamningi og fyrir XIII. Hafði hann þá marga fjöruna sopið í þeim efnum.
 
Salt fékk góða umfjöllun í erlendum tónlistartímaritum{{heimild vantar}} en var ekki fylgt eftir með tónleikum. Einnig birtust nokkur viðtöl við sveitina í rokktímaritum erlendis. Tónlist XIII var oftast skilgreind sem „New Wave/Goth“.
=== Serpentyne ===
 
{{Aðalgrein|Serpentyne}}
Í ársbyrjun 1995 hætti Eiríkur í XIII og við gítarnum tók Gísli Már Sigurjónsson. Upptökur á annarri breiðskífu XIII, ''Serpentyne'', hófust um sumarið og kom hún út 13. október 1995. Ingvar Jónsson settist aftur í upptökustólinn, í þetta sinn í Grjótnámunni í Reykjavík, og skiptu hann og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson með sér hljóðblönduninni. Þótt yfirbragð ''Serpentyne'' væri ekki eins myrkt og á ''Salt'' var hún síst aðgengilegri. Flóknar útsetningar og miklar pælingar í gangi. XIII hafði ákveðið að segja poppaðri endurtekningu stríð á hendur og þó um sé að ræða vers og viðlög, þá eru útsetningarnar breyttar þegar kaflarnir koma fyrir næst. Umslag ''Serpentyne'' þótti mjög vandað og supu stjórnendur Spor kveljur þegar þeir fengu reikninginn.
 
Lína 32:
 
Þarna urðu kaflaskil. Sambandið við Semaphore fjaraði út og útgáfubransinn dróst sífellt saman þar sem hann varð stöðugt verr fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali. Halli tóks þó að lenda samningi við frönsku útgáfuna 13bis sem var þá orðin stærsta sjálfstæða útgáfa Frakklands. Talsverð stefnubreyting hafði orðið í tónlistinni og var stafsetningu „XIII“ breytt í „Thirteen“ en það þótt neytendavænni útfærsla. Undir því nafni kom út breiðskífan ''Magnifico Nova'' árið 2002. Hallur vann plötuna að öllu leyti einn. Auk hefðbundinna hljóðfæra notaði Hallur töluvert af „rusl-slagverki“ að hætti Einstuerzende Neubauten.
=== Magnifico Nova ===
 
{{Aðalgrein|Magnifico Nova}}
Á Íslandi tók Edda útgáfan að sér að dreifa ''Magnifico Nova''. Nærri má geta að innan við 200 eintök séu til af ''Magnifico Nova'' á Íslandi. Dómar voru þokkalegir. Arnar Eggert Thoroddssen birti dóm í ''Morgunblaðinu'' undir fyrirsögninni „Sáttur“.<ref>Arnar Eggert Thoroddsen, „Thirteen“, mbl.is, 6. júní 2002 ([http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=672178 mbl.is]).</ref> Lagið „Supernatural“ fékk talsverða útvarpsspilun og komst í 7. sæti á vinsældarlista X977.