„Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum''' ([[enska]]: ''Agreement on Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights'', '''TRIPSTRIPs''') er [[alþjóðasamningur]] um [[hugverk]]aréttindi sem [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]] hefur umsjón með. Samningurinn var afrakstur [[Úrúgvæumferðin|Úrúgvæumferðarinnar]] í [[GATT]]-viðræðunum árið 1994. Samningurinn setur fram nokkur lágmarksskilyrði sem ríki þurfi að uppfylla varðandi vernd hugverka, þar á meðal um [[höfundaréttur|höfundarétt]], [[flutningsréttur|flutningsrétt]], rétt framleiðenda og útvarpsútsendinga, [[upprunamerking]]ar, [[iðnhönnun]], hönnun [[rafeindarás]]a, [[einkaleyfi]], einkarétt á [[erfðabreyttar jurtir|nýjum jurtategundum]], [[vörumerki]] og [[vöruumbúðir]], og meðferð [[trúnaðarupplýsingar|trúnaðarupplýsinga]] ([[viðskiptaleynd]]). TRIPSTRIPs-samningurinn kveður meðal annars á um framkvæmd laga, bætur og aðferðir við lausn deilumála.
 
TRIPSTRIPs var fyrsti alþjóðlegi viðskiptasamningurinn sem snerist um hugverk. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þá vernd sem hann veitir [[lyf]]jaframleiðendum og fyrir að stuðla að hærra lyfjaverði í [[þróunarlönd]]um. Meðal annars vegna þessa áttu þróunarlöndin upptökin að viðræðum árið 2001 sem leiddu til [[Doha-yfirlýsingin|Doha-yfirlýsingarinnar]] þar sem kveðið er á um að túlkun TRIPSTRIPs-samningsins eigi að vera sveigjanleg en ekki þröng.
 
==Tengt efni==
Lína 8:
==Tenglar==
*[http://www.wto.org/english/docs_e/legal_e/27-trips_01_e.htm World Trade Organization - Opinber útgáfa samningsins]
*[http://www.wto.org/english/tratop_e/trips_e/trips_e.htm World Trade Organization - TRIPSTRIPs-gátt WTO]
 
[[Flokkur:Hugverkaréttindi]]