„Konungsríkið Norðymbraland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
[[Mynd:Kingdom of Northumbria.png|thumb|250px|Konungsríkið Norðymbraland um árið [[800]] e.Kr.]]
 
'''Konungsríkið Norðymbraland''' ([[enska]]: ''Northumbria'' eða ''Northhumbria'', [[fornenska]]: ''Norþanhymbra'' eða ''Norþhymbre'') var [[konungsríki]] sem var til á [[Miðaldir|miðöldum]], undir stjórn [[Englar|Engla]], á því svæði sem er nú Norður-[[England]] og Suðaustur-[[Skotland]]. Seinna varð Norðymbraland [[jarlsdæmi]] í [[konungsríkið England|konungsríkinu England]] á tíma [[Engilsaxar|Engilsaxa]]. Nafnið er dregið af því að ríkið lá norðan við ána [[Humber]].
 
[[Æthelfrith]] konungur myndaði Norðymbraland í miðhluta [[Stóra-Bretland|Stóra-Bretlands]] á tíma Engilsaxa. Í byrun [[7. öld|7. aldar]] sameinuðust konungsríkin [[Bernicia]] og [[Deira]]. Samkvæmt skrifum [[Hinrik af Huntingdon|Hinriks af Huntingdon]] frá [[12. öld]] var Norðymbraland eitt ríkjanna sjö í [[Sjökonungaríkið|Sjökonungaríkinu]]. Þegar konungsríkið var víðlendast náði það rétt suður fyrir ána Humber, vestur til árinnar [[Mersey]] og norður til [[Forth]] (það er að segja frá [[Sheffield]] til [[Runcorn]] til [[Edinborg]]ar). Til er sönnunargagn sem bendir til þess að það gæti hafa verið miklu stærra.