„Föstuboð Þorláks helga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
SigRagnarsson (spjall | framlög)
m Stafsetning.
Lína 1:
'''Föstuboð Þorláks helga''' var tilskipun eða [[statúta | boð]] [[Þorlákur helgi|Þorláks helga]] frá 1180 um [[föstuhald]] í [[Skálholt]]sbiskupsdæmi. Frá þeim segir í sögu hans: “Um daga Þorláks biskups var í lög leitt að halda heilagt Ambrosíusdag og Sessilíudag og Agnesardag og að fasta náttföstur fyrir postulamessur og Nikulásmessu. Hann bauð ríkt að halda frjádaga föstu, svo að engan skyldi tvímælt eta rúmhelgan, nema þann einn, er í páskaviku er. Hann hélt svo ríkt sjálfur frjádaga, að hann át alla þurtþurrt, ef hann var heill, en hann var svo linur og hægur í því, þá er hann var sjúkur, að hann át hvítan mat á imbrudögum og frjádaga, ef hann var þess beðinn...”<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 15. kafli.</ref> Föstuboð Þorláks tóku til þeirra, sem voru á aldrinum 16-70 ára og voru heilir heilsu, og nokkru linara var boðið, ef fátækt fólk átti ekki viðeigandi föstumat. Þessi boð eru prentuð í ''Íslenzku fornbréfasafni''.<ref> [http://www.archive.org/details/diplomatariumisl01kaupuoft ''Íslenzkt fornbréfasafn I'', bls. 235-236, Kaupmannahöfn 1857-1876]. Skoðað 2. september 2010 (pdf 64 MB).</ref>
 
== Tilvísanir ==