„Magnús Hinriksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Magnús Hinriksson''' (d. 1161) var danskur aðalsmaður og líklega konungur Svíþjóðar 1160-1161. Það er þó óvíst því samkvæmt einhverjum heimildum dó [...
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Magnúsar er fyrst getið [[1148]]. Hann var sonur Hinriks halta, sem var sonur Sveins, eins margra sona [[Sveinn Ástríðarson|Sveins Ástríðarsonar]] Danakonungs. Kona Hinriks og móðir Magnúsar var [[Ingiríður Rögnvaldsdóttir]], dóttir [[Rögnvaldur stutthöfði|Rögnvaldar]] konungs stutthöfða. Hún giftist síðar [[Haraldur gilli|Haraldi gilla]] Noregskonungi, síðan Óttari birtingi og að lokum Árna Ívarssyni á Stoðreimi. Sonur þeirra Haraldar og hálfbróðir Magnúsar var [[Ingi krypplingur]], Noregskonungur.
 
Magnús giftist stjúpsystur sinni, [[Brígiða Haraldsdóttir|Brígiðu]], sem var óskilgetin dóttir Haraldar gilla. Ekki er vitað til þess að þau hafi átt barn saman. Árið 1160 tók Magnús sér konungsvald í Svíþjóð eftir að hafa ráðið [[Eiríkur helgi|Eirík konung helga]] af dögum. Konungstíð hans var þó ekki löng því 1161 féll hann í bardaga við [[Karl Sörkvisson]], sem varð síðan konungur. Brígiða ekkja hans giftist aðalsmanninum [[Birgi Brosa]] og átti með honum fjölda barna, þar á meðal [[Ingigerður Birgisdóttir|Ingigerði]], konu [[Sörkvir yngri Karlsson|Sörkvis yngri]] Karlssonar.
 
== Heimildir ==