„Margföldun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 157.157.232.195 (spjall), breytt til síðustu útgáfu KamikazeBot
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Margföldun''' er [[aðgerð (stærðfræði)|reikniaðgerð]] þar sem [[hlutfall|hlutföll]] fyrri [[þáttur (stærðfræði)|þáttarins]] er breytt eftir því hvað seinni þátturinn skilgreinir - eða öfugt. Hlutfallið 1 skilgreinir óbreytt ástand en aðrar [[tala|tölur]] eða algebrustærðir skilgreina breytingu. Það er skilgreint með punkti (eða stjörnu) í miðjunni og er staðsett á milli liðanna þar sem framkvæma á aðgerðina. Þessi reikniaðgerð er ein af þeim fyrstu sem börn læra í [[skóli|grunnskóla]] en hún er mikilvægur grunnur að stærðfræðilegri þekkingu.
 
Þegar um er að ræða 2 tölur, þá er fyrri talan [[samlagning|lögð]] við sjálfa sig jafn oft og seinni talan segir til um - eða öfugt. Ólíkt [[frádráttur|frádrætti]] eða [[deiling|deilingu]], þá skiptir engu máli hvor talan er á undan í margföldun, m.ö.o. þá er margföldun talna [[víxlregla|víxlin]] aðgerð. (Margföldun [[fylki (stærðfræði)|fylkja]] er þó ekki víxlin.)