„Matthildur af Flæmingjalandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: en:Matilda of Flanders
systkinabörn
Lína 2:
[[Matthildur af Flæmingjalandi]] (um [[1031]] – [[2. nóvember]] [[1083]]) ([[enska]]: ''Matilda of Flanders'', [[franska]]: ''Mathilde de Flandre'') var drottning Englands frá ''1066'' til dauðadags, eiginkona [[Vilhjálmur 1. Englandskonungur|Vilhjálms 1.]] Englandskonungs og móðir konunganna [[Vilhjálmur 2. Englandskonungur|Vilhjálms 2.]] og [[Hinrik 1. Englandskonungur|Hinriks 1.]]
 
Matthildur var dóttir Baldvins 5., greifa af Flæmingjalandi og Adèle Capet, dóttur [[Róbert 2. Frakkakonungur|Róberts 2.]] Frakkakonungs. Vilhjálmur bastarður, hertogi af [[Normandí]], bað hennar en sagt er að hún hafi ekki viljað hann i fyrstu þar sem hún taldi sig of tiginborna til að giftast bastarði. Ýmsar sagnir eru um hvernig kvonbænirnar gengu en á endanum skipti Matthildur um skoðun og giftist Vilhjálmi þótt páfinn legði bann við þvi vegna skyldleika þeirra, þar sem Róbert 2. var afi þeirra beggja. Þau giftust [[1053]] og áttu saman tíu eða ellefu börn - synirnir voru fjórir en um dæturnar er allt óljósara og aðeins ein þeirra eignaðist afkomendur, Adela móðir [[Stefán Englandskonungur|Stefáns]] af Blois, síðar Englandskonungs.
 
Hjónaband þeirra virðist hafa verið gott en þó hljóp snuðra á þráðinn þegar [[Róbert 2. af Normandí|Róbert]] sonur þeirra gerði uppreisn gegn föður sínum því Matthildur tók afstöðu með honum. Eftir að hún lést varð Vilhjálmur mun harðari stjórnandi en áður og var dauða hennar kennt um.