„Gossip Girl (2. þáttaröð)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Selmam93 (spjall | framlög)
Selmam93 (spjall | framlög)
Skipti út innihaldi með „{{hreingerning}} Önnur þáttaröðin innihélt 25 þætti og fór af stað þann 1. september 2008, í lok sumars í staðinn fyrir að byrja í byrjun hausts eins ...“
Lína 1:
{{hreingerning}}
Önnur þáttaröðin innihélt 25 þætti og fór af stað þann 1. september 2008, í lok sumars í staðinn fyrir að byrja í byrjun hausts eins og flestir aðrir þættir. Þáttaröðin kláraðist 25. maí 2009. Lok þáttaraðarinnar fékk minna áhorf heldur en búist var við.
 
==Þættirnir==
====2x01 Summer Kind of Wonderful====
Þegar fer að draga að lokum sumarsins í Hapton, halda allir að Serena og Nate séu saman en þau eru að fela það að Nate á í ástarsambandi við gifta (og eldri) konu sem heitir Catherine (gestastjarna [[Madchen Amick]]). Blair snýr aftur frá útlöndum með heitan gaur upp á arminn (gestastjarna [[Patrick Heusinger]]) og gerir Chuck ([[Ed Westwick]]) mjög afbrýðissaman og veltir hann því fyrir sér hvort að það hafi verið mistök að skilja hana eftir á flugvellinum. Dan hefur eytt sumrinu í að aðstoða frægan rithöfund (gestastjarna [[Jac McInerney]]). Á meðan Jenny vinnur fyrir fyrirtæki Eleanor Waldorf smyglar Jenny sér inn í hvíta-partýið þar sem Eric kynnir hana fyrir Tinsley Mortimer.
 
''(Leikstýrt af J.Miller Tobin, skrifaður af Joshua Saffran, sýndur 1. september 2008, 3.38 milljón áhorfendur)''
 
====2x02 Never Been Marcused====
Blair er á himinlifandi yfir því að eiga í ástarsambandi við efri stéttar mann og ætlar sér að verða efri stéttar kona en ráðagóður Chuck hefur önnur plön fyrir hana og nýju ástina hennar. Á meðan kemst Nate að gallanum við að eiga í ástarsambandi við Cathernie þegar hann festist aftur og aftur í lygavef hennar og kemst að því að fjölskyldan hans er gjaldþrota vegna svindls föður hans.
 
''(Leikstýrt af Micahel Fields, skrifaður af Stephanie Savage, sýndur 8. september, 3.16 milljón áhorfendur)''
 
====2x03 The Dark Night====
Það er skemmtileg tilviljun þegar Blair finnst vera of lítil ástríða í sambandi hennar við Marcus, á meðan Chuck á erfitt með að finna kynferðislega spennu með nokkurri annarri stelpu en Blair. Á meðan veltir Nate tilfinningum sínum í garð Vanessu og sambandi sínu við Catherine, fyrir sér. Jenny hættir á að missa lærlingsstöðu sína hjá Eleanor þegar hún heyrir Jenny vera að gagnrýna hönnun sína.
 
''(Leikstýrt af Janice Cook, skrifaður af John Stevens, sýndur 15. september 2008, 3.73 milljón áhorfendur)''
 
====2x04 The Ex Files====
Blair og vinkonur hennar ákveða að verða vinkonur nýju stelpunnar ''Amöndu'' (gestaleikkona [[Laura-Leigh]]) til þess að ganga frá henni. Vanessa kemst að stóru leyndarmáli um Catherine og leitar aðstoðar Blair við að nota þær upplýsingar til þess að hjálpa Nate. Á meðan verður Lily enn of aftur hrifin af fyrrverandi kærastanum sínum, Rufus Humphrey.
 
''(Leikstýrt af Jim McKay, skrifaður af Robby Hull, sýndur 22. september 2008, 3.35 milljón áhorfendur)''
 
====2x05 The Serena Also Rises====
Í miðri tískuviku kemst hin reiða Blair að því að móðir hennar, Eleanor, eftir að hafa fengið hugmyndina frá Jenny, ætli að setja Serenu og nýju "bestu" vinkonu hennar, Poppy Lifton, (gestaleikkona [[Tamara Feldman]]), sæti í fyrstu röð á sýningu Eleanor Waldorf. Eftir að hafa særtst enn einu sinni vegna vinsælda Serenu og svikum móður sinnar, ákveður Blair að eyðileggja sýninguna. Á meðan byrjar Dan að hanga með Chuck, en ganga í myrkrinu hefur alltaf sína áhættu og kemst Dan að því. Lily kemst að leyndarmáli sem nýi eiginmaður hennar, Bart, hefur haldið frá henni.
 
''(Leikstýrt af Patrick Norris, skrifaður af Jessicu Queller, sýndur 29. september 2008, 3.54 milljón áhorfendur)''
 
====2x06 New Haven Can Wait====
Eftir að Blair og Serena slást ákveður Serena að jafna um Blair, sem hefur alltaf dreymt um að fara í Yale, með því að hætta við að heimsækja Brown og í staðinn taka persónulegu tilboði rektorsins í Yale. Eftir Dan kemst að því að ekkert af meðmælabréfunum hans hafa borist til Yale reynir hann að finna leið til þess að auka líkurnar á því að hann komist inn í skólann. Þegar Chuck er á skólalóðinni er honum rænt af hópi Höfuðkúpu og Beina (e. Skull and Bones) og Nate endar í rúminu með stelpu.
 
''(Leikstýrt af Norman Buckley, skrifaður af Alexöndra McNally and Joshua Safran, sýndur 13. október 2008, 3.34 milljón áhorfendur)''
 
====2x07 Chuck in Real Life====
Vanessa notar myndina af Catherine og Marcus til þess að kúga Blair til þess að verða betri manneskja svo að Blair ákveður að hefna sín á Vanessu með aðstoð Chuck og á hann að táldraga Vanessu. Lily og Bart halda innflutningsveislu og búast við því að börnin þeirra eigi eftir að vera þeim til sóma fyrir framan fjölmiðla en uppreisnagjarna Serena er ekki tilbúin að leika eftir reglunum þeirra. Á meðan komast Dan og Jenny að stóru leyndarmáli um Nate sem hann hefur verið að halda frá vinum sínum.
 
''(Leikstýrt af Tony Wharmby, skrifaður af Lenn K. Rosenfeld, sýndur 20. október 2008, 3.03 milljón áhorfendur)''
 
====2x08 Pret-a-Poor-J====
Jenny verður vinkona ungrar fyrirsætu, Agnes (gestaleikkona [[Willa Holland]]), sem hvetur Jenny ekki aðeins til þess að komast að villtu hliðinni í sér, heldur líka til þess að segja það sem henni finnst við yfirmann sinn, Eleanor Waldorf, sem er að fá hönnun Jenny "lánaða". Serena hittir listamanninn Aaron Rose (gestaleikari [[John Patrick Amedori]]) og finnst að það sé neisti á milli þeirra. Blair reynir að tæla Chuck, en það reynist erfiðara en hún hafði ímyndað sér.
 
''(Leikstýrt af Vondie Curtis Hall, skrifaður af Amöndu Lasher, sýndur 27. október 2008, 3.02 milljón áhorfendur)''
 
====2x09 There Might Be Blood====
Serena býður Aaron að vera gestur sinn á góðgerðar-galakvöldi sem er til heiður Lily og Bart en eftir að hún kemst að leyndarmáli sem Aaron hefur verið að halda frá henni, er hún ekki viss um hvort að hann sé sá strákur sem hún hélt í upphafi. Í von um að það hjálpi henni að komast inn í Yale, ákveður Blair að passa 15 ára dóttur velviljara Yale en unglingurinn reynist vera erfiður og Blair byrjar að halda að kvöldið muni frekar eyðileggja fyrir henni heldur en að hjálpa henni. Á meðan plana Jenny og Agnes villta tískusýningu sem mun annaðhvort skjóta Jenny upp á stjörnuhimininn eða eyðileggja möguleika hennar á framtíð í bransanum.
 
''(Leikstýrt af Michael Fields, skrifaður af Etan Frankel og John Stephens, sýndur 3.nóvember 2008, 3.16 milljón áhorfendur)''
 
====2x10 Bonfire of the Vanity====
Blair er ekki samþykk Cyrus Rose (gestaleikari [[Wallace Shawn]]), nýja manninum í lífi móður sinnar, svo að hún gerir það að verkefni sínu að stía turtildúfunum í sundur. Jenny flytur inn til Agnesar og halda áfram með planið um þeirra eigin tískulínu. Serena heldur áfram að falla fyrir nýja gaurnum í lífi sínu, Aaron, en hún kemst að einhverju um hann sem að ógnar sambandi þeirra. Dan ákveður að vinna traust Barts Bass til þess að komast að meiru um hann og íhugar að skrifa grein um hann og senda í Vanity Fair en hlutirnir verða heitari þegar Chuck kemst að raunverulegu ástæðu þess að Dan er að eyða miklum tíma í kringum fjölskylduna hans.
 
''(Leikstýrt af David Von Ancken, skrifaður af Jessicu Queller, sýndur 10.nóvember 2008, 3.01 milljón áhorfendur)''
 
====2x11The Magnificent Archibalds====
Það er þakkargjörð á Waldorfheimilinu og verður Blair reið út í nýja kærasta móður sinnar, Cyrus, sem ákveður að eyðileggja allar uppáhalds hefðirnar hennar, en það er ekkert miðað við það sem kemur næst. Lily reynir að sætta deiluna á milli Rufusar og Jennyar, sem er tilbúin að skera á öll tengsl við föður sinn ef hún fær ekki það sem hún vill. Serena er ekki alveg tilbúin að vera hreinskilin við Aaron út af flókinni fortíð hennar en Dan endar á því að komast einhverjum atriðum. Vanessa og Chuck hjálpa vini sínum þegar Nate lendir enn og aftur í fjölskylduvandræðum vegna föður síns. Að lokum kemst Eric að leyndarmáli sem Bart hefur haldið frá móður hans.
 
''(Leikstýrt af Jean DeSegonzac, skrifaður af Joshua Safran, sýndur 17. nóvember 2008, 2.88 milljón áhorfendur)''
 
====2x12 It's a Wonderful Lie====
Fyrir hið árlega snjókornaball veðja Blair og Chuck á að þau geti fundið ,,deit" fyrir hvort annað. Fyrrverandi kærasta Aaron, Lexi (gestaleikkona [[Natalie Knepp]]), sýnir áhuga á Dan. Nate, Jenny og Vanessa lenda í skrýtinni aðstöðu sem reynist hættuleg fyrir vinskap þeirra.
 
''(Leikstýrt af Patrick Norris, skrifaður af Robby Hull, sýndur 1. desember 2008, 3.08 milljón áhorfendur)''
 
====2x13 Oh Brother, Where Bart Thou?====
Skyndilegur og hræðilegur atburður kemur inn í líf uppáhalds persónanna okkar í fína hverfinu og foreldra þeirra.
 
''(Leikstýrt af Joe Lazarov, skrifaður af Stephanie Savage, sýndur 8. desember 2008, 3.01 milljón áhofendur)''
 
====2x14 In the Realm of the Basses====
Eftir að Chuck klikkast þegar faðir hans deyr, kemur bróðir Barts, Jack (gestaleikari [[Desmond Harrington]]), kemur í fína hverfið til þess að hjálpa Chuck að koma lífi sínu í samt lag en fyrst þarf hann að finna Chuck. Blair reynir að gleyma síðustu samskiptum sínum við Chuck og beinir athyglinni að því að fá inngöngu í virtan konuklúbb í borginni, Colony klúbbinni. Jenny snýr aftur í Constance Billard skólann og tekur strax á Penelope og vondu vinkonum hennar.
 
''(Leikstýrt af Tony Wharmby, skrifaður af John Stephens, sýndur 5. janúar 2009, 2.96 milljón áhorfendur)''
 
[[Flokkur:Gossip Girl]]