„Bartólómeusarvígin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sh:Vartolomejska noć
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Bartólómeusarvígin''' voru [[fjöldamorð]] á [[húgenottar|húgenottum]] ([[Frakkland|frönskum]] [[mótmælendatrú|mótmælendum]]) í [[París]] á degi [[Heilagur Bartólómeus|heilags Bartólómeusar]] [[24. ágúst]] [[1572]]. Talið er að 2-3000 manns hafi verið drepin í París og allt að tíu þúsund í sveitunum í kring eftir atvikið. Atvikið varð til þess að efla mótmælendur í Frakklandi í andstöðu þeirra við [[kaþólska sambandið]], en morðin tengdust [[frönsku trúarbragðastríðin|frönsku trúarbragðastríðunum]] á síðari hluta [[16. öld|16. aldar]].
 
Vígin áttu sér stað í kjölfar [[brúðkaup]]s [[Hinrik IV4. Frakkakonungur|Hinriks af Navarra]], sem var [[kalvínismi|kalvínisti]], og [[Margrét Valois|Margrétar Valois]], systur konungs og dóttur [[Katrína af Medici|Katrínar af Medici]] sem átti að vera tilraun til að sætta hinar andstæðu fylkingar. Katrín virðist hafa ætlað sér að nota tækifærið og losa sig við nokkra af erfiðustu leiðtogum mótmælenda og skipulagði morð á einum helsta herforingja þeirra, [[Gaspard de Coligny]], sem kaþólikkar álitu ábyrgan fyrir dauða leiðtoga þeirra sjálfra, [[François hertogi af Guise|François hertoga af Guise]] [[1563]].
 
Tilraun til að myrða Coligny [[22. ágúst]] mistókst og þá lagði Katrín að syni sínum, [[Karl IX9. Frakkakonungur|Karli IX9.]], að fyrirskipa morð á öllum leiðtogum mótmælenda til að koma í veg fyrir að þeir næðu að skipuleggja gagnárás. Snemma morguns þann 24. voru síðan Coligny, og aðrir leiðtogar mótmælenda myrtir á gistihúsi. Á eftir fylgdu skipuleg morð á mótmælendum í París, framin bæði af hermönnum og af múgnum, sem stóðu til [[17. september]]. Borgarhliðunum var lokað til að fólk slyppi ekki út, og vopnaðir hópar fóru hús úr húsi í hverfum mótmælenda og myrtu alla sem þeir komu höndum yfir. Óeirðirnar breiddust síðan út um sveitirnar umhverfis París.
 
Eftir þetta voru húgenottar sviptir öllum réttindum í Frakklandi.