„Hrappsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Hrappsey''' er eyja á innanverðum Breiðafirði, um 7 kílómetra norðaustur af Stykkishólmi. Eyjan er 1,7 ferkílómetrar að stærð. Hra...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Samkvæmt máldaga Skarðskirkju var bænhús í Hrappsey árið [[1237]] en þess er ekki getið síðan. Árið [[1241]] flúði [[Tumi Sighvatsson yngri]] þangað undan [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeini unga]] og [[Gissur Þorvaldsson|Gissuri Þorvaldssyni]] eftir víg [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusonar]] frænda síns. Eftir það er Hrappseyjar oft getið í heimildum, enda bjuggu þar ýmsir merkisbændur. Jörðin var hlunnindajörð og þar var mikil [[dúnn|dún]]- og fuglatekja. Þar var líka góð fjárbeit.
 
Á síðasta fjórðungi 18. aldar var Hrappsey menningarmiðstöð því þá var þar [[Hrappseyjarprentsmiðja|prentsmiðja]], hin eina utan biskupsstólanna, og töluverð útgáfustarfsemi stunduð. Þeir sem helst stóðu fyrir prentsmiðjunni voru [[Bogi Benediktsson]], bóndi í Hrappsey og aðaleigandi prentsmiðjunnar lengst af, og [[Magnús Ketilsson]] sýslumaður í [[Búðardalur (Skarðsströnd()|Búðardal]], sem sjálfur var afkastamikill rithöfundur og skrifaði töluvert af því sem prentsmiðjan gaf út, þar á meðal fyrsta tímarit sem út kom á Íslandi, ''[[Islandske Maanedstidender]]''. Prentsmiðjan var í Hrappsey frá [[1773]] til [[1795]] en þá var hún seld og flutt að [[Leirárgarðar|Leirárgörðum]].
 
Hrappsey er kölluð ''Hrafnsey'' í ýmsum eldri heimildum.