„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
 
==Saga==
Á [[1951-1960|6. áratug]] síðustu aldar var farið að ræða um það að óhagkvæmt væri að byggja upp tvö vísindabókasöfn á landinu. Sérstök nefnd undir forsæti [[Þorkell Jóhannesson|Þorkels Jóhannessonar]] rektors var skipuð til að fjalla um málið og árið 1957 var samþykkt [[þingsályktunartillaga]] um að sameina bæri Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið sem allra fyrst í sérstöku húsnæði þar sem [[Safnahúsið]] myndi ekki nægja til að svara þörfum sameinaðs bókasafns.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3134563 Tillaga til þingsálykunarþingsályktunar - um sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns o.fl.], 1957 Árbók Landsbókasafns Íslands</ref> Í framhaldi af því var farið að ræða um byggingu sérstaks húsnæðis, „þjóðarbókhlöðu“, nálægt háskólanum og voru menn helst á því að ljúka ætti við bygginguna þjóðhátíðarárið [[1974]] þegar minnst yrði 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar. Ákveðið var að safnið yrði „gjöf þjóðarinnar til sjálfrar sín“ á þjóðhátíðinni. Söfnin hófu þá undirbúning og fengu meðal annars erlenda sérfræðinga í hönnun slíkra bókasafna frá [[UNESCO]] til ráðlegginga. 1970 var svo samþykkt nánast samhljóða þingsályktun þess efnis byggð á tillögu [[þjóðhátíðarnefnd]]ar sem [[Gylfi Þ. Gíslason]] bar fram. Þá var þegar búið að stofna byggingasjóð með reglulegu framlagi af [[fjárlög]]um til að fjármagna framkvæmdina.
 
===Þjóðargjöfin sem tafðist===