„Kaktusar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
'''Kaktusar''' eru [[jurt|plöntur]] í ættinni ''Cactaceae'', innfæddar í [[Ameríka|Ameríku]] (til er ein undantekning, ''[[Rhipsalis baccifera]]'', innfædd í [[Gamli heimurinn|Gamla heiminum]]). Kaktusar eru oftast notaðir af mönnum [[skrautleg planta|til skrauts]], en sumir koma að notum sem [[nytjaplanta|nytjaplöntur]]. Kaktusar eru í ættbálkinum ''[[Caryophyllales]]''.
 
Kaktusar eru óvenjulegar og auðkennandi plöntur, sem eru vel falnar til lífs í þurrum og heitum umhverfum. Þeir finnast líka í [[hitabelti]]sumhverfum. Kaktusar geta haldið [[vatn]]i inni í sér og stilkarnir á þeim eru [[safamikil planta|safamiklir]] og [[ljóstillífun|ljóstillífandi]]. Kaktusar eru vel þekktir fyrir laufblöðinbrodda á þeim sem eru í raun broddarlaufblöð.
 
Til eru kaktusar í mörgum ólíkum stærðum og lögunum. Hæsta kaktustegund er ''[[Pachycereus pringlei]]'' sem getur náð í 19,2 [[metri|m]], og sú minnsta er ''[[Blossfeldia liliputana]]'' sem er um 1 [[sentimetri|cm]] að hæð þegar fullvaxin. [[Blóm]]in á kaktusum eru stór og flestar kakustegundir blómstra að næturlagi. Næturskordýr og lítil spendýr eins og [[mölflugur]] og [[leðurblaka|leðurblökur]] [[frævun|fræva]] þessi blóm.