Munur á milli breytinga „Sorg“

66 bæti fjarlægð ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Sorg''' ('''harmur''' eða '''tregi''') er tilfinning sem lýsir sér með söknuði til einhvers sem er horfin(n) með einum eða öðrum hætti. Oftast tengist so...)
 
Í fornöld voru sorgarsiðir við lát ættingja með vissum hætti. Austurlandabúar skáru [[hár]] sitt og eins gerðu Grikkir, en Rómverjar létu hár og [[skegg]] vaxa meðan á sorginni stóð. Þessi mismunur á tískunni sýnir það að þjóðirnar létu í ljós sorg sína með því að vera gagnstætt því sem þeir voru vanir að vera. Grikkir höfðu sem sé mikið hár og skegg, en Rómverjar stutt ef þeir voru þá ekki skegglausir með öllu.
 
[[Israel]]smenn höfðu einkennilegar aðfarir þegar sorg var annars vegar. Ef þeirsem áttu að sjá á bak ættingja, slitu þeir öll hárin af höfðinu, lömdu sig alla í framan, tættu sundur föt sín frá hvirfli til ilja og gengu í ruddafötum, stráðum ösku (sbr. ''að klæðast í sekk og ösku''). Þeir gengu berfættir, kveiktu aldrei [[Eldur|eld]], létu skegg og [[neglur]] vaxa og þvoðu sér aldrei.
 
Sorgin stóð í 10 mánuði hjá Rómverjum. Ef ekkja giftist áður en þessi tími var liðinn, var hún talinn ærulaus. Menn máttu ekki syrgja börn, er voru yngri en 3 ára, en væru þau frá 3 og upp í
Óskráður notandi