„Berserkjasveppur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 26:
Á Íslandi er berserkjasveppur algengastur á norðurlandi í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]], við [[Ásbyrgi]] og [[Mývatn]]. Hann finnst þó mun víðar í [[birki]]skógum og við [[fjalldrapi|fjalldrapa]], meðal annars í [[Heiðmörk]] við [[Reykjavík]] og á [[Fljótsdalshérað]]i á austurlandi.
 
Íslenskt heiti sitt fékk sveppurinn fyrst í kennslubók [[Stefán Stefánsson|Stefáns Stefánssonar]], ''Plönturnar: kennslubók í grasafræði'', sem kom fyrst út 1913 og er þar sagður vera erlendur sveppur.<ref>Sturla Friðriksson, „Flugusveppur - Berserkjasveppur — Reiðikúla“, ''Náttúrufræðingurinn'', 1. tbl. 30. árg., 1960, s. 21-27 ([http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4256086 Tímarit.is]).</ref> Sveppurinn fannst raunar ekki á Íslandi að neinu ráði fyrr en undir miðja 20. öld. Sem dæmi má nefna að það þótti talsvert fréttnæmt þegar tveir slíkir fundust árið 1959, annar í [[Vaglaskógur|Vaglaskógi]] en hinn við [[Bjarkarlundur|Bjarkarlund]] í Reykhólasveit.
 
==Heimildir==