Opna aðalvalmynd

Breytingar

2.177 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
Bætti við stórum dálki um sinfóníuhljómsveitina, þarf samt að skrifa betur upp..
Ýmis nöfn eru notuð til að skilgreina [[eðli]] sveitarinnar s.s. stærð og [[tónlistarstefna|tónlistarstefnu]]. Þegar meðlimir sveitarinnar eru aðeins tveir (þótt deila megi um að það eigi að vera kallað hljómsveit) er hún kölluð dúett, þegar þeir eru þrír; tríó, fjórir; kvartett, fimm; kvintett, sex; sextett, sjö; septett, átta; oktett, níu; nontett. Stærri sveitir eru yfirleitt kallaðar eitthvað annað. Í [[rokk]]i eru þessi nöfn yfirleitt ekki notuð en þau eru viðhöfð í [[blús]], [[djass]]i og [[Klassísk tónlist|klassík]], í [[raftónlist]] eru þau notuð af og til. Flestar [[rokksveit|rokksveitir]] eru þó kvintettar eða kvartettar og í hráustu afbrigðum hennar eru tríó mjög algeng.
 
== Sinfóníuhljómsveit ==
[[Sinfóníuhljómsveit]] er hljómsveit fjölmennari en tuttugu og inniheldur bæði klassísk [[Blásturshljóðfæri|blásturs-]] og [[strengjahljóðfæri]]. Sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins strengjahljóðfæri eru kallaðar [[strengjasveit]]ir og sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins [[blásturshljóðfæri]] eru kallaðar [[lúðrasveit]]ir. Það má segja að sinfóníuhljómsveit sé í raun sambræðingur strengja- og lúðrasveita þótt lúðrasveitir séu oftast fjölmennari en blásaraflokkurinn í sinfóníuhljómsveit.
 
[[Sinfóníuhljómsveit]] er hljómsveit fjölmennari en tuttugu og inniheldur bæði klassísk [[Blásturshljóðfæri|blásturs-]] og [[strengjahljóðfæri]] að auki slagverks. Sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins strengjahljóðfæri eru kallaðar [[strengjasveit]]ir og sveitir fjölmennari en um fimmtán og innihalda aðeins [[blásturshljóðfæri]] eru kallaðar [[lúðrasveit]]ir. Það má segja að sinfóníuhljómsveit sé í raun sambræðingur strengja- og lúðrasveita þótt lúðrasveitir séu oftast fjölmennari en blásaraflokkurinn í sinfóníuhljómsveit, en það er vegna styrk blásturshljóðfæra sem er mun meiri heldur en styrkur strengjahljóðfæra.
 
Saga sinfóníuhljómsveitarinnar á rætur sínar að rekja til lok 17. aldarinnar eða [[barokk]] tímabils klassískrar tónlistar. Á barokk tímabilinu komu fram fyrstu drög að föstum hljómsveitum, áður höfðu yfirleitt hljóðfærin spilað sjálfstætt eða bara í þeim hópum sem hentaði hverju sinni. Tvær megingerðir voru á barokk hljómsveitum, annars vegar minni sveitir sem voru 8-14 manns og hinsvegar stærri sveitir sem voru um 20 manns. Þetta voru þá yfirleitt tvær fiðlur, lágfiðla, cello, contrabassi, fagott og sitthvað fleira en umfram allt var yfirleitt orgel eða semball.
 
Á [[klassík|klassíska]] tímbalinu komu fram ný hljóðfæri á borð við [[píanó]] og [[klarinett]]. Þau urðu vinsæl og fengu öruggt sæti í sinfóníuhljómsveitinni, einnig fjölgaði fiðlum og ýmsum hljóðfærum og önnur hljóðfæri bættust í hópin. Sinfóníuhljómsveit var um 40 manns á klassíska tímabilinu.
 
Undir lok klassíska tímabilsins eða um miðja 19. öld átti [[Beethoven]] stóran þátt í að stækka hljómsveitina og undirbúa [|rómantík|rómantísku]] hljómsveitina. Beethoven tók í notkun málmblásturshljóðfæri eins og básúnu og gaf þeim soloparta sem hafði ekki tíðkast áður. Einnig fékk bassaklarinett solopart ásamt því að fjölga hljóðfærum til að magna styrk þeirra. Á rómantíska tímabilinu komu þá fram flest hljóðfærin og stækkaði hljómsveitin um vel helming. Endanleg mynd kom á franska hornið, túban kom fram á sjónarsviðið, enskt horn og harpan fengu líf. Hljómsveitin stækkaði og bæði komu ný hljóðfæri og fjöldi fyrri hljóðfæra jókst. Um 1900 kom fram stærsta mynd hljómsveitarinnar og voru þá 171 hljóðfæraleikarar og 850 söngvarar í bæði kór og einsöng í 8. sinfóníu [[Mahler|Mahlers]]. uppröðun sinfóníuhljómsveitarinnar hefur ekki verið breytt eftir þetta en hefur hún verið í mismunandi stærðum og gerðum innan þess sem áður hefur komið fram.
 
[[Flokkur:Tónlist]]
209

breytingar