„Landsdómur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Landsdómur''' er [[sérdómstólar|sérdómstóll]] sem gert er ráð fyrir í 14. grein [[Stjórnarskrá_lýðveldisins_Íslands|stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands]]. Hann fer með og dæmir mál sem [[Alþingi]] ákveður að höfða gegn [[ráðherra|ráðherrum]] út af embættisrekstri þeirra og starfar eftir lögum nr. 3/1963 ([http://www.althingi.is/lagas/nuna/1963003.html Sjá]) og er skipaður 15 dómendum. Athygli vekur að þessi dómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi[[Ísland]]i frá stofnun hans árið [[1905]].
 
=Ráðherraábyrgð og Landsdómur=
Lína 14:
 
Einungis Landsdómur getur dæmt eftir þessum lögum. Brot gegn lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Dómar Landsdóms eru fullnaðardómar og verður ekki áfrýjað. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman frá stofnun hans árið 1905 og því hefur aldrei reynt á lagalega ábyrgð ráðherra á Íslandi.
 
==Dómarar==
Í landsdómi sitja 15 dómendur;
Lína 20 ⟶ 21:
*Prófessor í stjórnskipunarrétti við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]
*8 menn kosnir af Alþingi til sex ára í senn, auk varamanna. ''[http://althingi.is/vefur/stjnefndirrad.html#merki7 Sjá hverjir sitja núna]''
 
==Kjörgengi==
Dómendur verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Lína 29 ⟶ 31:
*Vera ekki skyldir öðrum dómanda í fyrsta eða annan lið.
Dómendur fá greitt fyrir hvert einstakt mál, skv. 49. gr. laga um Landsdóm.
 
==Aðilar máls==
Þegar Alþingi samþykkir í atkvæðagreiðslu að ákæra ráðherra er sérstakur saksóknari kosinn. Ákæra er gefinn út á hendur ráðherra og er hún í nafni Landsdóms.
 
=Saga=
Fyrstu lögin um Landsdóm voru sett árið [[1905]]. Lögum var síðan breytt í núverandi horf árið [[1963]], og fól meginbreytingin í sér að dómendum var fækkað úr 30 í 15. Í raun er saga Landsdómsins ekki lengri, enda hefur hann aldrei verið kallaður saman, öfugt við norrænar hliðstæður hans. Stöku sinnum hafa komið upp umræður á Alþingi um að breyta skyldi fyrirkomulagi Landsdóms, og var síðast flutt [http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=127&mnr=12 þingsályktunartillaga] árið [[2001]] sem gekk út á það að skipan dómstólsins skyldi endurskoðuð og hann jafnvel lagður niður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu allsherjarnefndar[[allsherjarnefnd]]ar og dagaði því uppi.
 
==Norrænar hliðstæður==
Landsdómur er mótaður að norrænni fyrirmynd, sérstaklega [[Danmörk|danskri]].
 
===[[Danmörk]]===
Í [[Stjórnarskrá Danmerkur|dönsku]] stjórnarskránni er gert ráð fyrir dómstól sem oft er sagður fyrirmynd Landsdóms og ber hann heitið „''Rigsretten''“. Hann er skipaður 30 mönnum, 15 dómurum [[Hæstiréttur Danmerkur|Hæstaréttar Danmerkur]] og 15 einstaklingum sem kosnir eru af þjóðþingi Dana til 6 ára. Líkt og á Íslandi er gert ráð fyrir að þjóðþingið ákæri ráðherra fyrir embættisfærslur hans.
Rigsretten hefur fjórum sinnum verið kallaður saman, síðast árið [[1995]] í svokölluðu Tamila-máli ([http://da.wikipedia.org/wiki/Tamilsagen da. Tamilsagen]) en þar á undan hafði hann ekki verið kallaður saman síðan [[1910]]. Í skrifum íslenskra fræðimanna er oft talað um að dönsku málin séu gott dæmi um undir hvaða kringumstæðum Landsdómur kannkynni að vera kallaður saman, enda er Rigsretten sem fyrr segir líkleg fyrirmynd Landsdómsins.
 
====Tamila-málið====
Atvik voru þau, að [[Erik Ninn-Hansen]], dómsmálaráðherra, (úr flokkinum ''det Konservative Folkeparti'') gaf árið 1987 munnlega skipun um að mál Tamílskra flóttamanna frá [[Sri Lanka]] skyldu ekki afgreidd. Um var að ræða flóttamenn sem vildu sameinast ættingjum sínum sem bjuggu fyrir í Danmörku og er talið að þessi skipun hans hafi haft áhrif á um 5-6000 flóttamenn.
Skipunin var að sjálfsögðu ólögleg, en það hefði líka verið lögbrot af hálfu embættismanna að fylgja henni ekki. Því hrúguðust umsóknir flóttamannanna upp og voru þær ekki afgreiddar fyrr en [[1989]], þegar Ninn-Hansen fór frá sem dómsmálaráðherra.
Þegar upp komst um málið sagði ríkisstjórnin af sér og sósíal-demókratar tóku við völdum. Rannsóknarnefnd rannsakaði máið og vegna niðurstöðu hennar var Ninn-Hansen ákærður af danska þinginu árið [[1994]] fyrir embættisfærslur sínar og dæmdi Rigsretten hann árið [[1995]] í 4 mánaða fangelsi, en refsing skyldi falla niður héldi hann skilorð í eitt ár. Hann áfrýjaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá.
 
===[[Noregur]]===
Í [[Stjórnarskrá Noregs|norsku stjórnarskránni]] er gert ráð fyrir ''„[http://no.wikipedia.org/wiki/riksretten Riksretten].“'' Hann er svipaður Landsdómi að því leitileyti að hann dæmir mál sem löggjafinn höfðar á móti æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins, en fyrir utan það dæmir hann einnig mál sem löggjafinn kann að höfða á móti hæstaréttardómurum og þingmönnum á [[Stórþingið|Stórþinginu]] (no. ''Stortinget''). [[Odelstinget]], efri deild norska þingsins, fer með ákæruvaldið.
Riksretten var mikið notaður á seinni hluta [[19. öld|19. aldar]] í Noregi til að afnema neitunarvald konungs á lög og tryggja þingræðið. Hann var síðast kallaður saman árið [[1927]].
 
==Aðrar hliðstæður==
Landsdómur á sér ekki aðrar beinar hliðstæður, en grunnhugsunina að baki honum er að finna í stjórnskipun margra annarra ríkja. Dæmi: