„Manntalið 1703“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Manntalið þótti einsdæmi á sínum tíma, og almenningur í landinu kallaði veturinn 1702–1703 manntalsveturinn. Manntalið hefur varðveist úr öllum hreppum, en þó hefur frumritið glatast í sumum tilfellum.
 
Eftir að manntalinu var skilað á Alþingi í júní 1703 sendu Árni og Páll það til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Þar lá það að mestu óhreyft í 75 ár, en þá tók [[Skúli Magnússon]] [[landfógeti]] árið [[1777]] það til þess að vinna úr því jarðabók. Manntalið var lánað til Íslands árið [[1921]], til að undirbúa útgáfu þess, og samkvæmt samningi milli Íslands og Danmerkur árið [[1927]] varð það eign Íslands. Það er varðveitt í skjalsafni [[Rentukammer]]s í [[Þjóðskjalasafn Íslands|Þjóðskjalasafni]]. Búfjártalið er einnig varðveitt, en það var aðeins tekið í um 60% af hreppum landsins. Það hefur ekki verið gefið út.
 
Árið 2003 efndu Hagstofa Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands til ráðstefnu í tilefni af 300 ára afmæli Manntalsins 1703. Í framhaldi af ráðstefnunni var gefið út ráðstefnurit með erindum sem flutt voru á ráðstefnunniþar.
 
== Heimildir ==