„Svartbók kommúnismans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Hannesgi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Svartbok.kapa.jpg|thumb|right|Háskólaútgáfan gaf bókina út á íslensku þann 31. ágúst árið 2009. Íslenska útgáfan er 828 blaðsíður og hefur ISBN 978 9979 548 39 3.]]
'''''Svartbók kommúnismans''''' ([[franska]]: ''Le Livre Noir du Communisme'') er bók um glæpi [[Kommúnismi|kommúnistastjórna]] á tuttugustu öld. Bókin kom fyrst út í [[Frakkland]]i haustið [[1997]] undir heitinu ''Le livre noir du communisme: Crimes, terreur, répression''. ''Svartbókin'' hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Dr. [[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]] [[prófessor]] þýddi bókina á íslensku og var ritstjóri hennar.
 
Höfundar ''Svartbókar kommúnismans'' eru nokkrir franskir fræðimenn. Stéphane Courtois var ritstjóri bókarinnar og skrifar formála hennar, eftirmála og tvo kafla. Nicolas Werth á lengstu greinina, sem er um ógnarstjórn [[Lenín]]s og [[Stalín]]s í [[Rússland]]i og síðar [[Sovétríkin|Ráðstjórnarríkjunum]] 1917–1953. Jean-Louis Margolin skrifar tvær langar ritgerðir, um [[Kína]] í valdatíð [[Maó]]s 1949–1976 og [[Kambódía|Kambódíu]] undir stjórn [[Rauðu khmerarnir|rauðu kmeranna]] 1975–1979.