„Silfurberg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Í [[Helgustaðarnáma|Helgustaðanámu]] var silfurberg fyrst sótt á [[17. öld]], en ekki var farið að vinna það fyrr en um 1804, og ekkert að ráði fyrr en eftir 1850. Vinnslan stóð síðan með hléum fram um miðja [[20. öld]].
 
Stærstu silfurbergskristallar sem fundist hafa komu úr Helgustaðanámu, og voru margir þeirra alveg tærir og gallalausir. Flestir þeirra fóru í vinnslu, en nokkrir eru á söfnum erlendis. Um aldamótin 1900 fékkst úr námunni stærsti kristallinn sem sögur fara af, um 300 kg að þyngd (um einn rúmmetri), en því miður var hann klofinn niður til vinnslu og er ekki til nákvæm lýsing á honum.
 
Silfurberg er mjög stökkt og viðkvæmt í vinnslu og þarf því að grafa eftir því með handverkfærum, helst tréfleygum. Silfurbergið þolir illa högg og koma þá brestir í það. Ef mikið er um bresti missir silfurbergið tærleikann og verður hvítleitt. Slíkt silfurberg var kallað „rosti“. Talið er að miklar skemmdir hafi orðið á silfurberginu í Helgustaðanámu þegar [[sprengiefni]] var notað í vinnslunni {{heimild vantar}}.