„Falklandseyjastríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 7:
 
== Aðdragandi ==
{{Aðalgrein|Saga FalklandseyjaFalklandseyjar}}
Kaflaskil urðu í samskiptum Breta og Argentínumanna varðandi eyjarnar þegar yfirmaður argentínska hersins, [[Leopoldo Galtieri]] hershöfðingi, steypti ríkjandi herforingjastjórn af stóli í [[desember]] [[1981]]. Vegna slæms þjóðfélagsástands og óróa ætlaði Galtieri að reyna að sameina þjóðina um einn hjartfólgnasta málstað hennar; endurheimt ''Las Malvinas''. Galtieri taldi ýmis teikn á lofti um að innrás á komandi mánuðum væri hagkvæm. Mikilvægastur var stuðningur Bandaríkjanna sem Galtieri taldi ótvíræðan. Argentínumenn gáfu tilefni til að ætla að innrás væri yfirvofandi með ýmsum leiðum og litu á skort á viðbrögðum frá Bretum sem merki um að þeir myndu ekki reyna að verja eyjarnar með valdi, enda gerðu þeir sér grein fyrir að argentínski herinn stæðist ekki hernaðarmátt Breta ef þeir kysu að beita honum.