„Beiting (siglingar)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Beitivindur==
Þegar siglt er skáhallt á móti vindi er talað um að sigla beitivind, beita upp í vindinn eða bíta. Þá er bóman eða ráin höfð eins samsíða bátnum og hægt er. Ef beitt er of stíft upp í vindinn fer vindurinn úr seglunum og þau blakta (þau kelur). Vissar gerðir seglskipa (s.s. [[skonnorta]] og [[slúppa]]) eiga betra með að sigla beitivind en aðrar. Erfiðara er að sigla beitivind með [[þversegl]]um en [[langsegl]]um.
 
Þegar siglt er beint móti vindi þarf skipið að krusa, krussa eða slaga þannig að fyrst er beitt á eitt borð, síðan á hitt og svo koll af kolli. Vindurinn er yfirleitt aldrei stöðugur úr einni átt, heldur sveiflast nokkrar gráður með vissu millibili og hægt er að nýta sér það til að auka [[nálgunarhraði að marki|hraða að marki]]. Við land er líka hægt að nýta sér þá staðreynd að vindáttin sveigist til við [[landslagsþáttur|landslagsþætti]] eins og höfða, víkur og nes. Hver vending dregur úr [[ferð]] skipsins og því reynir skipstjóri að lágmarka þann fjölda vendinga sem þarf til að ná settu marki.
 
==Hliðarvindur==