„Garðaríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Early Rus.png|thumb|right|250px| Kort sem sýnir yfirráðasvæði norrænna manna (Garðaríki) um miðja 9. öld (rautt) og útbreiðslu [[slavnesk tungumál|slavneskra þjóða]] (grátt). Tyrknesk áhrif ([[Khazar]]) auðkennd með blárri línu.]]
 
'''Garðaríki''' eða '''Garðaveldi''' er gamalt [[norræna|norrænt]] nafn á þeim hluta [[Rússland]]s sem á [[víkingaöld]] var numinn að hluta af norrænum mönnum, einkum [[Svíþjóð|Svíum]], og stjórnað af þeim um tíma. Þeir lögðu einkum undir sig svæði í grennd við stærstu árnar og fljótin, allt suður að [[Kænugarður|Kænugarði]], og nýttu árnar sem siglingaleiðir suður til [[Svartahaf]]s og jafnvel [[Kaspíahaf]]s. (Stundum var notuð styttingin '''Garðar''' um Garðaríki). Einnig var oft notað nafnið '''Austurvegur''' – ''að fara í Austurveg'' – (stundum ''Austurlönd'' eða ''Austurríki''). Loks var Garðaríki stundum kallað '''Svíþjóð hin mikla''' ogeða '''Svíþjóð hin kalda''' (t.d. í [[Heimskringla|Heimskringlu]]), sem vísar til þess að þetta var aðal útrásarsvæði Svía á víkingaöld. Þeir lögðu einnig undir sig landsvæði víða meðfram ströndum [[Eystrasalt]]s, sem sum hver eru sænskumælandi enn í dag, t.d. í [[Finnland]]i.
 
Nafnið ''Garðaríki'' er venjulega talið merkja „ríki hinna víggirtu borga“, og er sennilega dregið af röð sænskrasænsk-slavneskra borga meðfram [[Volkhovrússnesku á]]nnistóránum. Aldeigjuborg var þeirra nyrst. ''Garður'' er af sömu rót og slavneska orðið ''grad'' eða ''gorod'' = „borg“ eða „virki“. Garður þýðir m.a. veggur, varnarveggur, virki, en fór síðar að vísa einnig til þess sem var innan múrannavirkisveggjanna, þ.e. borgarinnar.
 
Í fornsögunum og öðrum norrænum heimildum er ''[[Hólmgarður]]'' ([[Novgorod]]) talinn höfuðborg Garðaríkis. Aðrar borgir sem eru nefndar í fornsögunum eru [[Aldeigjuborg]] ([[Staraya Ladoga]] eða Gamla Ladoga), [[Kænugarður]] ([[Kiev]]), Palteskja ([[Polotsk]]), Smaleskja ([[Smolensk]]), Súrsdalar ([[Suzdal]]), Móramar ([[Murom]]), og Ráðstofa ([[Rostov]]).