„Viskí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Oddurv (spjall | framlög)
Lína 8:
*'''Óþynnt viskí''' (e. ''cask strength whisky'') eru sjaldséð, en sumar viskíbrennslur setja á markað nokkrar óþynntar flöskur úr sínum allra bestu ámum.
==Framleiðslan==
[[Mynd:Auchentoshan03.jpg|thumb|right|Lauklaga koparkatlar í ''Auchentoshan'' viskíbrennslunni í [[Dalmuir]] í Skotlandi.]]]]
Framleiðsla viskís er fremur flókið ferli sem býður upp á mikinn fjölbreytileika afurða. Helstu skrefin eru þó í meginatriðum svipuð á milli framleiðenda og fer hér á eftir gróf lýsing á almennu ferli. Fyrstu skrefin minna nokkuð á [[bjór (öl)|bjórgerð]], en það má með nokkrum sanni halda því fram að viskí sé einfaldlega eimaður og þroskaður bjór.
===[[Mesking]]===
Lína 18 ⟶ 19:
===[[Þroskun matvæla|Þroskun]]===
Að brennslu lokinni er vökvanum dælt í ámur þar sem hann þroskast í nokkurn tíma. Lögum samkvæmt skal skoskt viskí þroskast í að minnsta kosti þrjú ár. Þroskunin felst meðal annars í því að vínandinn gufar upp að hluta og vökvinn sem eftir situr drekkur í sig litar-, ilm- og bragðefni úr viðnum. Best þykir að tunnurnar séu úr eik og hafi áður innihaldið [[púrtvín]] eða [[vín|rauðvín]].
 
==Uppruni orðsins==
Heitið ''viskí'' er alþjóðlegt og hefur borist í flest mál úr ensku, þar sem skosk og kanadísk viskí eru jafnan stafsett ''whisky'', en írsk og bandarísk viskí stafast ''whiskey''. Upphaflega kemur heitið þó úr gelísku, en þar nefnist það ''uisge beatha'' (''uisce beatha'' með írskri stafsetningu), sem þýðir bókstaflega ''vatn lífsins''. Gelíska heitið er því bein þýðing á latneska heitinu ''aqua vitae'', en svo nefndust brenndir drykkir í Evrópu allt frá [[miðaldir|miðöldum]].