Munur á milli breytinga „Lífhreinsun“

ekkert breytingarágrip
(→‎Tvær gerðir lífhreinsunar: texti færður af sjávarlítæknisíðu)
Lífhreinsun hefur verið notuð í marga áratugi — til dæmis [[skolphreinsun]]. Nýverið hefur lífhreinsun fengið nýja merkingu og nýjar líftæknilegar aðferðir verið notaðar. Örverurnar þurfa að vera virkar og hafa næga [[næring|næringu]] til þess að lífhreinsun geti átt sér stað. Þetta er gert með ýmsum aðferðum,til dæmis að búa til kjöraðstæður fyrir örverurnar á þessum menguðu stöðum.
 
Margar aðferðir eru notaðar til þess að hreinsa umhverfi, en af hverju er lífhreinsun notuð? Aðferðir knúnar vélum eru oft mjög dýrar og afleiðingin getur verið enn meiri samsöfnun á eiturefnum. Flestar lífhreinsiaðferðir hreinsa flókin eiturefni í [[koltvísýring]], [[klór]], [[vatn]] og einföld lífræn efni, þ.e. mjög umhverfisvæn efni. Eftir að líftækni var notuð til lífhreinsunar þá hafa komið fram önnur svið í gegnum þessa tækni. Nefna má greiningar á mengandi efnum, endursköpun á vistkerfum og aukin þekking á sjúkdómum af völdum eiturefna.<ref>Jóhann Örlygsson (2009, 6. apríl) Örverufræði. Glósur úr kennslustund við Háskólann á{{heimild Akureyrivantar}}./</ref>
[[Mynd:Exval.jpeg|thumb|right|Olíuskipið Exxon Valdez]]
Lífhreinsun við mengunarslys var fyrst notuð árið 1989 þegar olíuskipið [[Exxon Valdez]] fórst í Alaska og fékkst þar gífurlega mikilvæg reynsla af lífhreinsun.<ref>Biotechnology. http://www.biotechinstitute.org</ref>