„Róbert Rínarfursti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
Hann tók líka þátt í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]] í [[Þýskaland]]i en var tekinn til fanga og haldið í fangelsi í [[Linz]] í [[Austurríki]]. 1641 var honum sleppt með því skilyrði að hann tæki ekki upp vopn gegn keisaranum framar.
 
1642 skipaði móðurbróðir hans, [[Karl 1. Englandskonungur]], hann foringja yfir riddaraliði konungssinna í Ensku borgarastyrjöldinni. Hann þótti djarfur og snjall foringi og tryggði konungssinnum marga sigra, þótt mistök hans hefðu líklega kostað þá sigurinn í [[orrustan við Edgehill|orrustunni við Edgehill]]. Í nóvember 1644 var hann gerður að hershöfðingja. Í [[orrustan við Naseby|orrustunni við Naseby]] gegn hinum nýskipaða [[New Model Army]] kostuðu ráðleggingar hans konungssinna stóran hluta hersins og staða hans versnaði til muna. Eftir orrustuna taldi hann stríðið tapað og hvatti konung til að semja um frið við þingið sem Karl hafnaði. Róbert gaf þá þinghernum eftir [[Bristol]] í september 1645 og gengdigegndi engum ábyrgðarstöðum í her konungssinna eftir það. 1646 dæmdi þingið hann útlægan.
 
Róbert hélt til [[Frakkland]]s þar sem hann stjórnaði flokki útlægra Englendinga í lokakafla Þrjátíu ára stríðsins. Skömmu síðar sættist hann við Karl og var skipaður foringi yfir lítilli flotadeild konungssinna. Hann hélt í langa og illa heppnaða herför sem lyktaði með ósigri í sjóorrustu gegn [[Robert Blake]], flotaforingja þingsins. Róbert flúði þá til [[Vestur-Indíur|Vestur-Indía]] þar sem hann lifði á [[sjórán]]um.