„Hjálp:Áreiðanlegar heimildir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Lína 4:
== Yfirlit ==
Greinar ættu að styðjast við áreiðanlegar, óháðar, útgefnar heimildir sem njóta einhvers konar viðurkenningar. Óáreiðanlegar heimildir eru meðal annars heimildir sem höfundur gefur út á egineigin vegum, bloggsíður (oftast nær) og hvers kyns vefsíður sem óljóst er hver heldur uppi.
 
Vert er að geta þess að Wikipedia er ekki óháð heimild. Þess vegna er ekki hægt að styðja fullyrðingu í einni grein á Wikipediu með tilvísun í aðra grein á Wikipediu, hvort sem það er grein á íslensku eða öðru tungumáli. Síðarnefnda Wikipediu-greinin, sem á að styðja þá fyrrnefndu, er engu traustari en sú fyrri ef ekki er vísað í óháðar heimildir í henni. En ef það er vísað í heimildir í síðarnefndu greininni, þá er einnig hægt að vísa í þær sömu heimildir í fyrrnefndu greininni.