„Nýdönsk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
wikify
Gerði smá inngang. --Sterio
Lína 1:
'''Ný Dönsk''' (einnig skrifað ný dønsk, Ný dönsk, nýdönsk, ný Dönsk og Nýdönsk) er [[Ísland|íslensk]] [[hljómsveit]] stofnuð árið [[1987]] sem hefur gefið út 13 hljómplötur.
 
== Saga hljómsveitarinnar ==
 
Hljómsveitin Ný Dönsk (einnig skrifað ný dønsk, Ný dönsk, nýdönsk, ný Dönsk og Nýdönsk) var stofnuð árið [[1987]]. Eftir að hafa gefið út nokkur lög á safnplötum gaf Ný Dönsk út plötuna 'Ekki er á allt kosið' árið [[1989]]. Af þeirri plötu voru lögin 'Fram á nótt' og 'Hjálpaðu mér' upp vinsælust. Á þeim tíma var hljómsveitin skipuð þeim Daníel, Birni Jörundi, Ólafi Hólm, Einari og Valdimar.
 
Þegar platan ''Regnbogaland'' kom út árið [[1990]] voru einungis þrír fullgildir hljómsveitarmeðlimir eftir, þeir Daníel, Björn og Ólafur. Tveir sérlegir aðstoðarmenn voru tilteknir, þeir [[Jón Ólafsson]] og [[Stefán Hjörleifsson]], en von bráðar voru þeir endanlega teknir inn í hljómsveitina. Tónleikaplatan ''Kirsuber'' kom út árið [[1991]]. Ekki voru meðlimir hljómsveitarinnar fullsáttir við þá plötu og hefur hún því ekki verið fáanleg í nokkurn tíma. Sama ár gaf Ný Dönsk út plötuna ''Deluxe'' sem innihélt meðal annars smellina 'Landslag skýjanna', 'Alelda', 'Deluxe' og hið undursamlega lag 'Svefninn laðar'. Á næstu plötu sveitarinnar ''Himnasending'' voru lögin 'Ilmur' og 'Horfðu til himins'. ''Hunang'' kom síðan út [[1993]]. Árið [[1994]] skiptu Ný danskir um gír. [[Megas]] fékk þá til liðs við sig á plötunni ''Drög að upprisu'' og einnig spiluðu þeir í leikritinu ''Gauragang''.