„Take That“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bylgja (spjall | framlög)
Bylgja (spjall | framlög)
Lína 14:
 
=== Súperstjörnur (1993-1995) ===
Platan Everything Changes var gefin út ári 1993 og var að stærstum hluta efni eftir Gary Barlow. Gaf þessi plata af sér fjórar smáskífur sem lentu í fyrsta sæti vinsældalista í Bretlandi; Pray, Relight My Fire, Babe og Everything Changes. Fimmta smáskífan, Love Ain‘t Here Anymore, komst í þriðja sæti vinsældalista. Með Everythings Changes öðlaðist sveitin alþjóðlega velgengni. Þó komst þeim ekki að komast inn á markað í Bandaríkjunum. Hins vegar var sveitin orðin vel þekkt í Evrópu og Asíu. Það var þó ekki fyrr en 1995 sem Take That fór í sína fyrstu stóru tónleikaferð.
 
Það var árið 1994 sem Take That kom fram á forsíðum fjölda tímarita, allt frá Smash Hits til GQ, og að auki var framleiddur alls kyns varningur í þeirra nafni. Bækur, veggspjöld, límmiðar, dúkkur, skartgripir, húfur, bolir og tannburstar. Sveitin hóf einnig að fara tónleikaferðalög um Evrópu og seldust upp miðar á nánast alla tónleika þeirra í Englandi, Berlín og Mílanó. Take That hafði einnig öðlast risastóran kvenkyns aðdáendahóp enda sveitin álitin ný og spennandi og samanstóð af fimm laglegum piltum frá Manchester sem gátu „dansað, brosað og sungið samhljóm.“ Þetta leiddi af sér „Take That undrið“ um gjörvallt Bretland, vanalega undirstrikað með hópum táningsstúlkna sem komu saman hvar sem sveitin átti að koma fram. Á þessum tíma kom sveitin fram á fjölmörgum tónlistarverðlaunahátíðum eins og Brit Awards og Top of the Pops, enda fastagestir á slíkum hátíðum eftir að hafa sent frá sér fimm smelli í röð 1994.
 
Þegar platan Nobody Else var gefin út árið 1995 komst fyrsta smáskífa plötunnar, Sure, strax á topp vinsældalista í Bretlandi. Það var þó ekki fyrr en önnur smáskífan kom út að Take That sá sína langvinsælustu smáskífu verða að veruleika. Back for Good fór í fyrsta sæti vinsældalista í 31 landi, víðsvegar um heiminn. Sveitin frumflutti lagið á Brit-verðlaununum 1995 og hlaut fyrir vikið frábæra dóma og undirtektir. Never Forget var svo síðasta smáskífan af samnefndri plötu. Platan var einnig þekkt fyrir að vera skopstæling af umslagi Bítlaplötunnar Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club band.
 
== Endurfundir ==