Munur á milli breytinga „Take That“

2.468 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
(Bætti inn í upplýsingum)
 
== Saga ==
=== Fyrstu árin (1989-1993) ===
Árið 1989 ákvað [[Nigel Martin-Smith]] að setja saman breska strákasveit. eftirHafði hann sveitinséð [[New Kids on the Block]] höfðu risiðrísa hratt til frægðar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og áttaði sig á því að það var engin sambærileg sveit í Bretlandi. Sú sýn sem Nigel Martin-Smith hafði var hins vegar fullorðinslegri og beindist frekar að unglingum en sú sakleysislega ímynd sem New Kids on the Block skartaði í fjölmiðlum.
 
Áheyrnarprufur fyrir bandið voru haldnar um alla Manchesterborg, hvar Nigel Martin-Smith hitti öngvarann og blómstrandi lagahöfundinn Gary Barlow (þá 18 ára) og þótti strax mikið til hans koma. Gary Barlow hafði verið hafnað af stórum útgáfufyrirtækjum en hafði verið að spila lifandi tónlist á krám víðsvegar um Norður England. Hann hafði einnig unnið nokkrar samkeppnir og hafði samið A Million Love Songs aðeins 15 ára gamall. Aðrir sem komu í áheyrnarprófin voru hinn 17 ára Mark Owen, fyrrum fyrirsæta og knattspyrnumaður sem nú starfaði sem gjaldkeri í banka. Howard Donald, bílamálari, fyrrum fyrirsæta og skífuþeytir/breakdansari, var með þeim elstu til að taka þátt í prufunum, 21 árs að aldri. Jason Orange, 18 ára, var reyndur breakdansari en vann sem málari og veggfóðrari. Að lokum brá Nigel Martin-Smith á það ráð að auglýsa í fjölmiðlum og fann þannig fimmta meðlim sveitarinnar; Robbie Williams.
 
Take That bjó til nýja leið í tónlistarbransanum og voru í raun frumkvöðlar þessarar tegundar tónlistar, strákasveitanna, utan Bandaríkjanna. Þeir byrjuðu með dansvænni lög til að koma til móts við dans- og diskósenuna sem þá var í gangi í Bretlandi. Á fyrstu árunum voru þeir snyrtilega til fara, yfirleitt klæddir í svartan leðurklæðnað en á hátindi frægðarinnar voru þeir þekktir fyrir fullorðinslegri ímynd. Á meðan sveitin var sem þekktust státuðu drengirnir af líkamsgötum ýmiss konar, húðflúrum, skeggvexti og, í tilfelli Howard, dreddum í hári.
 
Tímamót urðu hjá Take That þegar þeir gáfu út lagið It Only Takes A Minute, endurútgáfu lags frá 1970, sem fór hæst í sjöunda sæti breska smáskífulistans. Góðum árangri var fylgt eftir með I Found Heaven og þar á eftir með fyrsta lagi Gary Barlow, A Million Love Songs. Komust bæði lögin á vinsældalista. Ábreiða þeirra af diskósmelli Barry Manilow, Could It Be Magic, varð þeirra stærsti smellur þegar þarna var komið við sögu og komst í þriðja sæti vinsældalista í Bretlandi. Fyrsta platan, Take That & Party, var gefin út 1992 og innihélt alla smelli drengjanna.
 
 
{{stubbur|tónlist}}
19

breytingar