„Njáll Þorgeirsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
orðalag lagfært, vafasamar fullyrðingar mildaðar
+ Höskuldur Njálsson
Lína 12:
 
== Njáll í grunninn ==
Í Njálu er Njáli lýst í 20. kapitula. Hann er sagður sonur Þorgeirs gollnis Þórólfssonar og Ásgerðar Áskelsdóttir. Hann bjó að [[Bergþórshvoll|Bergþórshvoli]] í [[Landeyjar|Landeyjum]] en átti annað bú að Þórólfsfelli. Hann var auðugur að fé og landi. Talið er að á Bergþórshvoli hafi verið um 30 nautgripir og bendir það til þess að Njáll hafi verið stórbóndi. Lögmaður var hann mestur á Íslandi, langminnugur, vitur, góðgjarn, forspár og heilráður. Hann var friðarsinni og bar aldrei vopn nema sökum siða því eitt sinn bar hann litla taparöxi en þær voru oftast virðingagjafir til forna. Sagt var að hann leysti hvers manns vandræði er á hans fund komu en sá löstur var á Njáli að honum óx ekki skegg. Njáll átti sex börn, þrjár dætur og þrjá syni með [[Bergþóra Skarphéðinsdóttir|Bergþóru Skarphéðinsdóttur]] konu sinnu auk eins lausleiksbarns með Hróðnýju HöskuldsdóttirHöskuldsdóttur og var það Höskuldur Njálsson.
Með lýsingunni á Njáli leitast höfundur við að koma til skila andlegu atgervi Njáls, visku hans og góðgirni. [[Snorri Sturluson|Snorri Sturluson]] minnist einnig á Njál í Eddu sinni en þar tilgreinir hann skáldskap hans og eignar honum eitt heiti sjávar, húmur.