„Segl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 43:
Horn segls eru háls (fremra horn að neðan), kverk (fremra horn að ofan) hnokki, pikkur eða veðurkló (aftara horn að ofan á ferhyrndu langsegli) og kló (aftara horn að neðan). Á þverseglum eru ráhnokkar við enda ránnar en neðri hornin heita háls og kló eftir því hvernig seglið snýr við vindi þannig að kulborðshornið heitir háls og hléborðshornið kló.
 
[[Dragreipi]] eða ráseil er fest í kverkina á langseglum eða rána á ráseglum til að draga seglin upp. [[Skaut]] eru bönd sem fest eru í aftara horn seglsins til að aka því til eftir vindi. Á langseglum er stórskaut band sem fest er í bómuna aftanverða og stýrir horni seglsins miðað við bátinn. Á bátum með ráseglum getur auk þess verið stillanlegur [[beitiás]] til að halda kulborðsskautinu úti svipað og gert er við belgsegl en venulegavenjulega varer hálsinn á ráseglum festur við borðstokkinn kulborðsmegin.
 
{{stubbur}}