„Tímarit.is“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''TimaritTímarit.is''' (líka '''Tíðarrit.fo''' og '''Aviisitoqqat.gl''') er vefur[[stafrænt bókasafn]] í [[opinn aðgangur|opnum aðgangi]] á vegum [[Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn|Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns]] þar sem er að finna stafrænar útgáfur [[Ísland|íslenskra]], [[Færeyjar|færeyskra]] og [[Grænland|grænlenskra]] [[tímarit]]a og [[dagblað]]a frá 17. öld til okkar daga. Elsta tímaritið í safninu er ''[[Alþingistíðindi]]'' sem kom út 1696-1697. Auk dagblaða og tímarita sem gefin eru út á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum, inniheldur vefurinn blöð gefin út af [[Vestur-Íslendingur|Vestur-Íslendingum]] á 19. og 20. öld.
 
Verkefnið var upphaflega styrkt af [[Vestnorræna ráðið|Vestnorræna ráðinu]] árið 2000 og var upphaflegur tilgangur þess að gera aðgengileg öll tímarit útgefin fyrir aldamótin1930. Fyrsta útgáfa vefsins kom út árið 2002 með titlinum 1900VESTNORD. Með samningi við [[Morgunblaðið]] var ákveðið að gera það aðgengilegt á vefnum til ársins 2000 og því hefur síðan verið fylgt eftir með samningum við aðra rétthafa og samkomulagi við [[Blaðamannafélag Íslands]] til að gera fleiri dagblöð og tímarit frá 20. og 21. öld aðgengileg. Það fer eftir samkomulagi við hvern útgefanda hvað er gert aðgengilegt á vefnum. Til að mynda er hægt að skoða ''[[24 stundir]]'' síðustu tvö ár útgáfu þess, öll eintök ''[[Fréttablaðið|Fréttablaðsins]]'' nema þau allra nýjustu og öll eintök ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]'' að síðustu þremur árum undanskildum.
 
Í febrúar 2009 voru yfir 2,6 milljónir síðna aðgengilegar á vefnum. Þar af hafa um tvær milljónir verið [[ljóslestur|ljóslesnar]] og því leitarbærar.
Hluti myndaðra síðna er [[ljóslestur|ljóslesinn]] og því hægt að leita að efnisorðum í þeim með leitarvél.
 
== Tengill ==