„Vendée Globe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Í keppninni er einungis heimilt að leggja að landi ef búnaður skaddast eða bilar, og siglingamaðurinn verður að sjá sjálfur um viðgerðir. Skúturnar þurfa að uppfylla skilyrði [[Open 60]]-flokksins sem gefa töluvert svigrúm fyrir ólíka hönnun en tilgreina t.d. hámarkslengd (60 fet) og gera ýmsar kröfur um stöðugleika og öryggi.
 
Rásmark og endamark eru bæði í sjávarþorpinu [[Les Sables-d'Olonne]] í [[Vendée]]-umdæmi í [[Frakkland]]i. Siglingaleiðin fylgir [[klipparaleiðin]]ni suður [[Atlantshaf]]ið að [[GóðravonarhöfðiGóðrarvonarhöfði|GóðravonarhöfðaGóðrarvonarhöfða]] og síðan réttsælis umhverfis [[Suðurskautslandið]] með [[Leeuwin-höfði|Leeuwin-höfða]] og [[Hornhöfði|Hornhöfða]] á bakborða. Keppnin stendur venjulega frá [[nóvember]] fram í [[febrúar]] árið eftir og miðast við að keppendur sigli um [[Suður-Kyrrahaf]] að sumarlagi. Hraðametið á sigurvegari síðustu keppni, Frakkinn [[Michel Desjoyeaux]] sem fór leiðina á 84 dögum og rúmum 3 klukkustundum.
 
Yfirstandandi keppni var ræst 9. nóvember 2008. Þrjátíu keppendur hófu keppni en nítján hafa helst úr lestinni á leiðinni af ýmsum ástæðum. Sigurvegari keppninnar, [[Michel Desjoyeaux]], kom í land 1. febrúar.