„Guðmundur Jónsson - Einsöngslög og óperuaríur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 39:
{{tilvitnun2|„Æ, blessaður góði hver heldurðu að kæri sig um að eiga plötu með mínum söng" hefur ætíð verið svarið hjá Guðmundi Jónssyni þegar ég hef fært það í tal við hann á undanförnum árum að tína saman lög á stóra plötu. En loksins tókst það fyrri hluta árs 1982 að Guðmundur gaf sér tíma til að fara yfir ýmsar hljóðritanir af söng hans frá fyrri árum og platan er orðin að veruleika. Og ég er ekki í minnsta vafa um að hver einasti íslendingur kærir sig um að eiga plötu með söng Guðmundar Jónssonar. Enginn annar íslenskur söngvari hefur miðlað okkur af list sinni á undanförnum áratugum sem Guðmundur Jónsson. Það hefur enginn annar íslenskur söngvari sungið fleiri óperuhlutverk hér á landi en Guðmundur Jónsson og það við hin erfiðu skilyrði sem óperuflutningur hefur ætíð verið á Íslandi. Hlutverk þessi hefðu sennilega orðið enn fleiri hefði Guðmundur kosið að starfa utan Íslands, en í söngskrá frá afmælistónleikum Guðmundar þegar hann varð sextugur árið 1980 segir [[Jón Þórarinsson]] tónskáld m.a.
 
''Eitt af þeim var titilhlutverk óperunnar „Rigoletto" eftir Verdi, sem hann söng og lék 1951, í fyrstu óperusýningu Þjóðleikhússins, með slíkum snilldarbrag, að ég hygg að flest óperuhús heimsins hefðu talið sér happafeng að fá slíkan listamann í þjónustu sína. Um það leyti mun hann hafa orðið að taka ákvörðun, sem ef til vill hefur ekki verið auðveld: Ætlaði hann að freista gæfunnar á óperusviðum heimsborganna eða vildi hann setjast að hér heima, leggja opnum augum út í okkar íslenzka brauðstrit, en stunda list sína í tómstundum. Þó að Gumundur Jónsson væri flestum betur í stakk búinn til að velja fyrri kostinn, valdi hann þó hinn síðari. Mér er ekki launung á því, að ég taldi þessa ákvörðun ranga á sínum tíma. En nú er ég af hjarta þakklátur fyrir að hún varð ofan á, og það held ég að allir íslendingar séu, enda þótt öll hefðum við unnað Guðmundi Jónssyni hins mesta frama með öðrum þjóðum. Fyrir bragðið höfum við fengið að njóta listar hans lengur og betur en nokkurs annars söngvara.''
Þó að Gumundur Jónsson væri flestum betur í stakk búinn til að velja fyrri kostinn, valdi hann þó hinn síðari. Mér er ekki launung á því, að ég taldi þessa ákvörðun ranga á sínum tíma. En nú er ég af hjarta þakklátur fyrir að hún varð ofan á, og það held ég að allir íslendingar séu, enda þótt öll hefðum við unnað Guðmundi Jónssyni hins mesta frama með öðrum þjóðum. Fyrir bragðið höfum við fengið að njóta listar hans lengur og betur en nokkurs annars söngvara.''
 
Efnið á hljómplötu þessari spannar yfir tuttugu ára tímabil á litrikum söngferli Guðmundar Jónssonar, einsöngslög og óperuaríur ásamt nokkrum lögum úr Vetrarferð Schuberts. Guðmundur Jónsson var þremur götum ofar í Vesturbænum en sá er þetta ritar, hann af Öldugötunni en ég af Vesturgötunni, þessvegna hefur hann líklega dregið svona lengi að sýna mér þann heiður að leyfa mér að gefa út ''alvöru''-plötu með söng sínum. En loksins varð af þessu. Guðmundur, ég þakka heiðurinn.|[[Svavar Gests]]}}