„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 17:
1977 komst loks skriður á málið þegar ákveðið var að verja hluta ágóða af sölu [[þjóðhátíðarmynt]]ar til byggingar þjóðarbókhlöðu. Samningar náðust við [[Reykjavíkurborg]] um gatnagerð og skipulag Birkimelssvæðisins og var meðal annars gert ráð fyrir því að færa [[Melavöllur|Melavöllinn]] um set tímabundið, en áætlað var að hann hyrfi á brott þegar húsið yrði tekið í notkun. [[28. janúar]] [[1978]] hófst byggingartíminn með því að [[Vilhjálmur Hjálmarsson]], menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu að húsinu. Eftir það var tekinn grunnur og steyptir sökklar og neðsta gólfplatan. Næstu ár var unnið að uppsteypu hússins og [[Vigdís Finnbogadóttir]] lagði [[hornsteinn|hornstein]] að því [[23. september]] 1981. 1983 var húsið nánast fullsteypt. Það ár komu til landsins sérsmíðaðir [[ál]]skildir sem klæða það að utan.
 
Þótt húsið væri nú nánast fullbyggt var ljóst að töluvert fé vantaði upp á til að ljúka við frágang að innan og utan. FramlögFramkvæmdafé til framkvæmdanna voruvar enn skorinskorið niður en 1986 var ákveðið að hluti [[eignaskattur|eignaskatts]] skyldi renna til framkvæmdarinnar ábyggingarinnar árunumárin 1987-1989. Þetta var kallað „þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu“ en einn af forvígismönnum þess var [[Sverrir Hermannsson]] menntamálaráðherra. Raunin varð hins vegar sú að einungis lítill hluti af eignaskattsaukanum rann til byggingarinnar. Samt var það stóraukið fjármagn miðað við fyrri ár. Steininn tók svo úr 1989 þegar ríkisstjórnin samþykkti að helmingur framkvæmdafjár næsta árs skyldi koma frá [[Happdrætti Háskóla Íslands]]. Háskólinn mótmælti þessari ráðstöfun á sjálfsaflafé skólans harðlega.
 
===Opnun Þjóðarbókhlöðu===