„Olíukreppan 1973“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Oil price chronology.gif|thumb|Graf sem sýnir verðið á olíu á krepputímanum]]
'''Olíukreppan 1973''' var [[orkukreppa]] á [[Vesturlönd]]um sem stóð frá [[16. október]] [[1973]] og stóð til [[17. mars]] [[1974]]. Kreppan hafði varanleg áhrif á verð [[hráolía|hráolíu]] um allan heim og hafði víðtækar afleiðingar. Ástæða kreppunnar var [[viðskiptabann]] með [[olía|olíu]] sem [[Arabía|arabísku]] olíuframleiðsluríkin, auk [[Egyptaland]]s og [[Sýrland]]s, settu á [[Bandaríkin]] og [[Vestur-Evrópa|vestur-evrópska]] bandamenn þeirra vegna stuðnings þessara ríkja við [[Ísrael]] í [[JomYom Kippúrkippur-stríðið|JomYom Kippúrkippur-stríðinu]] sem stóð yfir í [[október]] 1973.
 
Um svipað leyti höfðu ríkin í [[Samtök olíuframleiðenda|Samtökum olíuframleiðenda]] ([[OPEC]]) komið sér saman um [[verðsamráð]] til þess að stórhækka olíuverð eftir að samningaviðræður við „[[Systurnar sjö]]“ fóru út um þúfur fyrr í sama mánuði. Þetta leiddi samstundis til verðhækkana og [[verðbólga|verðbólgu]] um leið og framleiðsla minnkaði hjá þeim ríkjum sem urðu fyrir kreppunni. Þau ríki sem illa urðu úti brugðust við með gagnaðgerðum til að draga úr eftirspurn sinni eftir olíu frá þessum löndum. Til lengri tíma kom því olíukreppan verst niðri á olíuframleiðslulöndunum sjálfum og leiddi til hnignunar Samtaka olíuframleiðenda.