„Páll Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Páll í Selárdal
 
SpillingBot (spjall | framlög)
m bot: Retter lenke til peker: Hólaskóli - Endret lenke(r) til Hólaskóli (1106-1802)
Lína 1:
'''Páll Björnsson''' ([[1621]] – [[23. október]] [[1706]]) var [[prófastur]] í [[Selárdalur|Selárdal]] á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]. Hann var sonur [[Björn Magnússon|Björns Magnússonar]] sýslumanns á [[Bær á Rauðasandi|Bæ á Rauðasandi]] og Helgu dóttur [[Arngrímur lærði|Arngríms lærða]]. Hann varð stúdent frá [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] [[1641]] og lærði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] til [[1644]] þegar hann sneri aftur til [[Ísland]]s.
 
Eftir heimkomuna var hann einn vetur [[rektor]] við Hólaskóla en fékk Selárdal árið eftir sem hann hélt til æviloka. Brátt varð hann einnig prófastur í [[Barðastrandarprófastsdæmi]]. Hann giftist [[1646]] Helgu Halldórsdóttur. Hann var talinn með lærðustu mönnum á Íslandi á sínum tíma, kunni bæði [[gríska|grísku]] og [[hebreska|hebresku]], mikill ræðuskörungur og búmaður, auk þess sem hann gerði út marga smábáta og skútur.