„Framandgerving“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Girdi (spjall | framlög)
Ný síða: '''Framandgerving''' (þýska: ''Verfremdungseffekt'', enska: ''Distancing effect'') er bókmenntahugtak sem er notað í leikritum. Framandgerving er lykilatriði í kenningum B...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. desember 2008 kl. 18:53

Framandgerving (þýska: Verfremdungseffekt, enska: Distancing effect) er bókmenntahugtak sem er notað í leikritum. Framandgerving er lykilatriði í kenningum Brechts um epískt leikhús. Leikhúsið átti að mati Brechts ekki að stefna að innlifun eða kaþarsis, heldur þvert á móti. Það á að rífa hlutina úr sínu venjubundna samhengi og sýna þá í framandi ljósi þannig að persónurnar birtist sem þættir í sögulegum ferlum, sem afurð umhverfisins. Upplifun áhorfandans byggir því á skynsemi, en ekki tilfinningu.