Munur á milli breytinga „Kransæðahjáveituaðgerð“

clean up, typos fixed: Ennfremur → Enn fremur using AWB
m
(clean up, typos fixed: Ennfremur → Enn fremur using AWB)
== Vandamál fyrir og eftir aðgerð ==
===Hjartsláttartruflanir===
[[Mynd:SinusRhythmLabels.svg|thumb|Myndin sýnir eðlilega rafvirkni hjartans. [[P-bylgja|P-bylgjan]]n er ekki til staðar í gáttartifi.]]
Fyrstu dagana eftir kransæðahjáveituaðgerð er fylgst náið með [[hjartalínuriti]] sjúklings því [[hjartsláttartruflanir]] eru algengur fylgikvilli hjartaaðgerða. Orsakir hjartsláttartruflana geta tengst áverka í aðgerð, svæfingu, notkun hjarta- og lungnavélar, breytingum á kalíum þéttni í blóði, [[lágþrýstingi]], minnkun á [[blóðrúmmáli]] og [[súrefnisþurrð]]. Helstu hjartsláttartruflanirnar eru [[gáttatif]], [[gáttaflökt]] og aðrar ofansleglatruflanir vegna [[bjúgs]] og bólgu í gáttarvef og geta þær valdið ófullnægjandi fyllingu slegla þannig að útfall hjarta minnkar. Minnkað útfall hjarta getur einnig stafað af minnkuðu blóðrúmmáli og [[blóðþrýstingsfalli]] ef mikil blæðing verður.
[[Meðferðin]] felst í nákvæmu eftirliti og skráningu á [[hjartsláttartíðni]] og takti, [[blóðþrýstingur|blóðþrýstingi]] og [[súrefnismettun]]. Viðhald blóðþrýstings eftir hjartaaðgerð er gríðarlega mikilvæg og breytingar á honum getur haft neikvæðar afleiðingar á bata sjúklings. Háþrýstingur eftir aðgerð eykur til að mynda líkur á blæðingu, eykur súrefnisþörf hjartavöðvans og getur valdið [[hjartaþröng]]. Einnig getur [[þvagútskilnaður]] gefið okkur vísbendingu um útfall hjartans og þess vegna mikilvægt að fylgjast með hraða hans. Ef hjartasláttartruflanir verða hjá sjúkingi er honum gefin lyf samkvæmt fyrirmælum læknis og stundum þarf að grípa til þess að stjórna hjartsláttartíðni og takti tímabundið með gangráðvírum sem settur voru við hjarta sjúklings í aðgerðinni. <ref name="Medical-Surgical Nursing"/>
Þegar notuð er hjarta- og lungnavél í aðgerð verður takmörkun á útþenslu [[lungnablaðra]] og [[öndun]] almennt grynnist en við það minnkar framleiðsla surfactants og lungnablöðrur geta því fallið saman. Einnig geta verkir vegna inniliggjandi [[drenslanga]] komið í veg fyrir að sjúklingur nái að viðhalda eðlilegri öndun. Mikilvægt er því að stuðla að hreinsun öndunarvega í kjölfar aðgerðar svo sjúklingi sé unnt að endurheimta fyrri [[lungnarýmd]].
 
Meðferð felst í hvatningu á öndunar- og hóstaæfingum ásamt eftirliti með [[blóðgösum]], magni, litarhátt og þykkt drenvökva, hraða, dýpt, takti og áreynslu við öndun og niðurstöðum [[lungnamynda]]. Það að sjúklingur sé vel verkjastilltur gerir honum kleift að iðka öndunar- og hóstaæfingar og hefur það því mikið að segja um árangur meðferðar (4). Með öndunaræfingum er unnt að auka lungnarýmd og koma í veg fyrir slímsöfnun í lungum. Þannig má minnka líkur á því að sjúklingur þrói með sér lungnabólgu og frekara samfall lungnablaðra. EnnfremurEnn fremur örvar djúp innöndun [[hóstaviðbrögð]] sem ýta enn frekar undir hreinsun öndunarvega.<ref name="Fundamentals of nursing"/>
 
===Brenglun á vökvajafnvægi===
833

breytingar