„Gerjun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oddurv (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
[[Orka|Orkuheimtur]] gerjunar eru að miklum mun lægri en [[öndun|öndunar]], og skýrist það af því að orkunám verður eingöngu í [[sykurrof|sykurrofsferlinu]], en orkuvinnslukerfi [[sítrónsýruhringur|sítrónsýruhringsins]] og [[rafeindaflutningskeðjan |rafeindaflutningskeðjunnar]] nýtast hvorug við gerjun.
 
== Gerjunarferli ==
 
==Gerjunarferli==
All nokkurn fjölda efnaskiptaferla má flokka undir gerjun. Meðal þeirra helstu má nefna:
* '''Alkohólmyndandi gerjun''' (etanólgerjun), þar sem [[ger|gersveppir]] umbreyta sykrungum í [[etanól]] og [[koldíoxíð]]. Þetta ferli er hagnýtt við [[brauð|brauðgerð]] og annan gerbakstur, svo og við framleiðslu áfengra drykkja, svo sem [[vín|víns]], [[bjór|bjórs]] og annarra öldrykkja.
* '''Mjólkursýrumyndandi gerjun''' (mjólkursýrugerjun), þar sem sykrungum er umbreytt [[mjólkursýra|mjólkursýru]]. Mikill fjöldi gerjaðra matvæla er gerjaður (sýrður) með mjólkursýrugerjun svokallaðra [[mjólkursýrubaktería]]. Meðal dæma má nefna [[jógúrt]] og aðrar sýrðrar mjólkurafurðir, [[súrkál]], og ýmsar gerjaðar pylsur og kæfur. [[Súrhey]] myndast einnig fyrir tilstilli mjólkursýrugerjunar.
* '''Própíónsýrumyndandi gerjun''', sem nýtist til dæmis við gerjun [[Emmentaler]] [[osts]].
* '''Malólaktíska gerjun''', þar sem ákveðnar mjólkursýrubakteríur umbreyta [[eplasýra|eplasýru]] í mjólkursýru. Þetta ferli kemur við sögu í [[þroskun (matvæla)|þroskun]] víns.
* '''Metanmyndandi gerjun''', þar sem sykrungum er umbreytt í [[metan]]. Niðrubrot tormeltra sykrufjölliða á borð við [[sellulósi|sellulósa]] á sér stað í [[meltingarfæri|meltingarfærum]] dýra fyrir tilstilli metanmyndandi [[fornbaktería|fyrna]]. Þetta er einkum mikilvægt fyrir [[jórturdýr]] og önnur dýr sem lifa að mestu á trefjaríku fóðri<ref>R. M. Atlas og R. Bartha (1993) Microbial Ecology. Fundamentals and applications. 3. útgáfa. The Benjamin/Cummings Publishing Company, Inc. Redwood City, California.</ref>.
* '''Maurasýrumyndandi gerjun'''
* '''2,3-bútandíólmyndandi gerjun'''
* '''Smjörsýrumyndandi gerjun'''
 
== Heimildir ==
<references/>