„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Björn Halldórsson]] ([[5. desember]] [[1724]] - [[24. ágúst]] [[1794]]) var [[prestur]] í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]]. Hann var frumkvöðull í [[garðrækt]] og [[jarðyrkja|jarðyrkju]] á Íslandi. Ennþá sést móta fyrir [[Akurgerði]], gróðurreit þar sem Björn ræktaði [[kartafla|kartöflur]] - einna fyrstur Íslendinga. Minnismerki um sr. Björn er í Sauðlauksdal. Hann var mágur [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] skálds. Björn var einn helsti boðberi [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarinnar á Íslandi]].
 
==ÆviágrípÆviágrip==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið 1724 í [[Voghús (Selvogi)|Voghúsum í Selvogi]]. Hann ólst upp á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað í Steingrímssfirði]] til 14 ára aldurs en þá lést faðir hans. Þá fékk hann vist í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] ókeypis frá [[Jón Arason|Jón biskup Arason]] sökum þess hve sá síðarnefndi hafði mikið álit á föður Björns. Í Skálholti nam hann í 5 vetur og í stúdentsvottorði sínu var hann stimplaður sem siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í latínu, grísku og guðfræði.
 
Lína 16:
Moldin í Sauðlauksdal fékk lítinn frið meðan Björn bjó á staðnum enda var hann kappsamur garðyrkjumaður og gerði tilraunir með ýmsar [[jurt|jurtir]] sem aldrei höfðu sést á Íslandi áður. Fyrstu tilraunir voru á sviði [[korn|kornræktar]] og hóf Björn þær í kjölfarið af því að Danakonungur fyrirskipaði öllum íslenskum bændum að framkvæma slíkar tilraunir. Þessar tilraunir mistókust því miður allar og Björn sneri sér því að öðrum jurtum. Meðal þeirra var [[kál|kál]], [[næpa|næpur]], [[kartafla|kartöflur]] og fleira og fljótlega var Björn kominn með fjóra allstóra matjurtargarða í Sauðlauksdal.
 
Af þessu er hann frægastur fyrir [[kartafla|kartöflurækt]] sína enda var hann sá fyrsti sem tókst að rækta kartöflur á [[Ísland|Íslandi]]. Strax árið 1758 pantaði hann nefninlega nokkrar kartöflur frá Kaupmannahöfn. Þessi farmur komst þó ekki á leiðarenda fyrr en í ágúst sumarið eftir og þá höfðu þá allað kartöflurnar spírað á leiðinni. Þar sem liðið var á sumarið gróðursetti Björn þær einungis í potti og það bar þann árangur að í október fékk hann litla uppskeru með kartöflunum á stærð við piparkorn. Þessar kartöflur gróðursetti hann svo næsta sumar og fjórum vikum síðar gat hann státað sig að myndarlegri kartöfluuppskreukartöfluuppskeru.
 
==Ritstörf==