„Forngripasafnið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Forngripasafnið''' var safn íslenskra [[forngripur|forngripa]] sem síðar varð að [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafni Íslands]]. Það var stofnað árið [[1863]] til að íslenskir gripir yrðu varðveittir á [[Ísland]]i en ekki fluttir úr landi í erlend söfn.
 
Eftir að heiðin dys fannst nálægt [[Baldursheimur|Baldursheim]]i við [[Mývatn]] skrifaði [[Sigurður málari]] hugvekju í [[Þjóðólfur|Þjóðólf]] [[24. apríl]] [[1862]] um mikilvægi slíks safns til að skilja þjóðerni Íslendinga og sögu landsins. Hugvekja Sigurðar málara varð til þess að [[Helgi Sigurðsson]] sem síðar varð prestur á [[Setberg við Grundarfjörð|Setbergi við Grundarfjörð]] og [[Melar í Melasveit|Melum í Melasveit]] skrifaði bréf [[8. janúar]] [[1863]] og gaf Íslandi 15 forngripi sem hann hafði safnað og sem hann vænti þessþaðgætu orðið fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja. [[Stiftyfirvöld]] fólu [[Jón Árnason bókavörður|Jóni Árnasyni bókaverði]] við [[Stiftsbókasafnið]] í fyrstu tilsjón með safninu og seinna þeim Jón og Sigurði málara saman. Voru þeir svo báðir umsjónarmenn safnsins þangað til Sigurður lést árið [[1874]].
 
Forngripasafnið var á lofti [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjunnar]] þangað til viðgerð Dómkirkjunar hófst í apríl [[1879]] en þá var það flutt til geymslu í borgarastofu í [[Hegningarhúsið|Hegningarhúsinu]]. Þar var safnið geymt þar til það var flutt í [[Alþingishúsið]] [[1881]].