„Ketill Þorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ketill Þorsteinsson''' var [[biskup]] á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]] frá [[1122]] til dauðadags, [[1145]], eða í 23 ár.
 
Faðir Ketils var Þorsteinn Eyjólfsson ([[Guðmundur Eyjólfsson ríki|Guðmundssonar ríka]] á [[Möðruvellir|Möðruvöllum]] í [[Eyjafjörður|Eyjafirði]]). Móðir ókunn. Ketill fæddist um 1075, og hefur líklega alist upp á Möðruvöllum. Síðar tók hann við staðarforráðum þar og varð með mestu höfðingjum norðanlands. Hann mun hafa verið með í ráðum þegar biskupsstóll var settur á Hólum 1106.
Lína 5:
Ketill var kjörinn biskup eftir [[Jón Ögmundsson]] og var vígður af [[Össur erkibiskup|Össuri erkibiskupi]] í [[Lundur|Lundi]] 12. febrúar 1122. [[Þingeyraklaustur]] var formlega stofnað 1133, í biskupstíð Ketils, þó að hugsanlegt sé að þar hafi verið vísir að klaustri fyrir. Ketill var vinsæll maður og virtur og hefur haft menningarlegan metnað. Í formála [[Íslendingabók]]ar segist [[Ari fróði]] hafa gert hana fyrir biskupana, Ketil Þorsteinsson og [[Þorlákur Runólfsson|Þorlák Runólfsson]], og þeir lesið hana yfir og sett fram tillögur um breytingar og viðauka. [[Kristinréttur hinn forni]] eða [[Kristinréttur eldri]] var settur í tíð þessara sömu biskupa, 1122-1133, og er hann stundum kenndur við þá. Össur erkibiskup átti nokkurn þátt í að ráðist var í að semja og lögtaka kristinréttinn. Ketill andaðist að Laugarási í Biskupstungum 7. júlí 1145, þar sem hann var staddur í tilefni af samkomu í Skálholti.
 
Kona Ketils var '''Gróa Gissurardóttir''', dóttir [[Gissur Ísleifsson|Gissurar Ísleifssonar]] [[Skálholtsbiskupar | Skálholtsbiskups]], og því af ætt [[Haukdælir|Haukdæla]]. Sonur þeirra var:
* Runólfur Ketilsson prestur.
 
==Heimildir==