„Kristnitakan á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
[[Mynd:GothafossOverview.jpg|thumb|left|Mynd af [[Goðafoss]]i. Samkvæmt bókinni [[Kristni saga]] (sem má finna í [[Hauksbók]]) á [[Þorgeir Ljósvetningagoði]] og lögsögumaður að hafa kastað goðum sínum í fossinn þegar hann sneri heim frá [[Alþingi]] eftir að kristni var lögtekin og fossinn fékk nafn sitt af því.]]
 
Stuttu fyrir [[1000|árið 1000]] kom hingað [[Saxland|saxneskur]] biskup, sem hét Friðrekur á vegum [[Haraldur blátönn|Haraldar blátannar]] Danakonungs. Honum varð lítið ágengt í kristniboði sínu en vígði þó kirkju við [[Ás]] í [[Hjaltadalur|Hjaltadal]]. Sumar heimildir segja [[Ólafur Tryggvason|Ólaf Tryggvason]] konung Noregs hafa fyrst sent hingað Stefni Þorgilsson af Kjalarnesi til að boða kristni. Í Íslendingabók segir [[Ari fróði]] að Ólafur konungur hafi sent hingað prestinn [[Þangbrandur|Þangbrand]]. Þar segir að Þangbrandur hafi verið á Íslandi í rúmt ár, skírt meðal annarra þá [[Hjalti Skeggjason|Hjalta Skeggjason]] úr [[Þjórsárdalur|Þjórsárdal]] og [[Gissur hvíti Teitsson|Gissur hvíta Teitsson]] frá [[Mosfell]]i og vegið tvo eða þrjá menn sem níddu hann. Segir sagan að Þangbrandur hafi snúið aftur til Ólafs og sagt honum að hann hefði litla trú á því að Íslendingar myndu taka kristni. Á Ólafur þá að hafa reiðst gífurlega.
 
Á Íslandi var engu að síður hópur manna sem tekið hafði kristna trú. Söfnuðust þeir nú saman þegar Alþingi var haldið og var Hjalti Skeggjason gerður landrækur fyrir goðgá eða [[guðlast]]. Sumarið 1000 sneri hann aftur ásamt Gissuri hvíta frá Noregi þar sem Ólafur hélt nokkrum höfðingjasonum í gíslingu og beið frétta.