„Hléborðseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um hluta [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyja]]. Vesturhluti [[Félagseyjar|Félagseyja]] í [[Franska Pólynesía|Frönsku Pólynesíu]] er líka kallaður [[Hléborðseyjar (Félagseyjar)|Hléborðseyjar]] og [[Norðvestur-Hawaiieyjar]] eru líka stundum kallaðar Hléborðseyjar.
 
[[Image:Leeward Islands.jpg|thumbframe|[[Kort]] semaf sýnir staðsetningu HléborðseyjaHléborðseyjum]]
 
'''Hléborðseyjar''' eru [[norður|nyrðri]] hluti [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyja]]. Þær eru nefndar Hléborðseyjar þar sem ríkjandi [[staðvindur|staðvindar]] blása frá suðri til norðurs svo þær eru [[hléborð]]s miðað við syðri eyjarnar; [[Kulborðseyjar]].
 
Hléborðseyjar var heiti á [[Bretland|breskri]] [[nýlenda|nýlendu]] sem taldi eyjarnar [[Antígva]], [[Barbúda]], [[Bresku Jómfrúreyjar]], [[Montsterrat]], [[Sankti Kristófer]], [[Nevis]], [[Angvilla]] og (til [[1940]]) [[Dóminíka|Dóminíku]], frá [[1671]] til [[1816]] og aftur frá [[1833]] til [[1960]]. Nýlendan hét '''Sambandsnýlenda Hléborðseyja''' (''Federal Colony of the Leeward Islands'') frá [[1871]] til [[1956]] og '''Hléborðseyjaumdæmi''' (''Territory of the Leeward Islands'') frá [[1956]] til [[1960]].
 
Til Hléborðseyja teljast venjulega:
* [[Jómfrúreyjar]]
* [[Angvilla]]
* [[Saint Martin]] ([[Guadeloupe]] (norðurhlutinn) og [[Hollensku Antillaeyjar]] (suðurhlutinn))
* [[Saba]] (Hollensku Antillaeyjar)
* [[Sint Eustatius]] (Hollensku Antillaeyjar)
* [[Saint Barthélemy]]
* [[Antígva]]
* [[Barbúda]]
* [[Sankti Kristófer]]
* [[Nevis]]
* [[Montsterrat]]
* [[Guadeloupe]]
* [[Dóminíka]]
 
Hin örsmáa og fjarlæga [[Fuglaeyja]] (''Isla Aves'') er stundum talin með til hægðarauka.
 
==Ólíkar skiptingar==
Skiptingin milli Hléborðseyja og Kulborðseyja er mismunandi í munni [[Bretland|Breta]], [[Spánn|Spánverja]], [[Holland|Hollendinga]] og [[Þýskaland|Þjóðverja]]: Í [[enska|enskumælandi]] löndum er venjulega miðað við að skiptingin liggi milli [[Dóminíka|Dóminíku]] og [[Martinique]], en í [[spænska|spænskumælandi]] löndum eru eyjarnar milli [[Jómfrúreyjar|Jómfrúreyja]] suður að [[Trínidad og Tóbagó]] (að þeim meðtöldum) kallaðar Kulborðseyjar og eyjarnar við strönd [[Venesúela]] kallaðar Hléborðseyjar.
 
Að auki er staðbundið (t.d. á [[Bresku Jómfrúreyjar|Bresku Jómfrúreyjum]]) að telja eyjarnar frá [[Jómfrúreyjar|Jómfrúreyjum]] að [[Dóminíka|Dóminíku]] til Kulborðseyja.
 
[[Flokkur:Eyjaklasar]]
[[Flokkur:Eyjar í Karíbahafi]]
 
[[ca:Illes de Sotavent]]
[[de:Inseln über dem Winde]]
[[en:Leeward Islands]]
[[eo:Deventaj Insuloj]]
[[es:Islas de Sotavento]]
[[nl:Benedenwindse Eilanden]]