„Tjörnes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Tjörnes er smár skagi á milli Skjálfandaflóa og Axarfjarðar. Húsavík stendur á vestanverðu nesinu en töluverð byggð er á þv...
 
Snaebjorn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Tjörnes]] er smár skagi á milli [[Skjálfandaflói|Skjálfandaflóa]] og [[Öxarfjörður|Axarfjarðar]]. [[Húsavík]] stendur á vestanverðu nesinu en töluverð byggð er á því. Úti fyrir nesinu eru þrjár smáeyjar, [[Lundey]] er syðst og stærst þeirra, en norður af nesinu eru tvær smáeyjar, [[Mánáreyjar]], og heita þær Háey og Lágey. Á vestan- og norðanverðu nesinu renna nokkur vatnsföll til sjávar í gilskorningum en flest þeirra eru vatnslítil. Má þar nefna Reyðará, Köldukvísl, Skeifá og Máná. Nyrst á Tjörnesi er bærinn [[Máná]] en við hann er starfrækt veðurathugunarstöð og rannsóknarstöð [[Norðurljós|norðurljósa]] á vegum japanskra vísindamanna.
 
{{Stubbur|Ísland|Landafræði}}