„Færibreyta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m sameina
mEkkert breytingarágrip
Lína 10:
myndi skila a +b, enda heitir fallið jú summa.
 
==Færibreyta==
Færibreyta er í raun ekkert annað en vísir á minnishólf sem við höfum skýrt einhverju nafni okkur til einföldunar. Þegar við sendum færibreytu inn í fall höfum við val um að senda hana á nokkra vegu hvað minnishólfameðhöndlun varðar. Við getum sent inn afritunarfæribreytu eða tilvísunarfæribreytu. Munurinn er sá að þegar [[afritunarfæribreyta]] er send inn er gildi innsendu breytunnar afritað í nýtt minnishólf sem eingöngu er aðgengilegt innan fallsins. Þegar breyta er send inn í fall sem [[tilvísunarfæribreyta]] er í raun verið að senda inn tilvísun í minnishólf breytunnar. Þannig vísar breytan sem lifir innan fallsins í sama minnishólf og breytan sem send var inn í fallið og hafa því allar breytingar áhrif á báðum stöðum.